Skip to main content

Slök húð utan andlits og háls

Lasermeðferð gegn slakri húð

Öldrun húðarinnar leiðir til slakleika hennar vegna visnunar leðurhúðarinnar m.a. með tapi á kollageni.  

Sólarljós getur einnig valdið auknum slakleika húðarinnar og ýtt undir myndun hrukkna og áberandi fellinga.  

Fellingar og húðpokar myndast oft á upphandleggjum, kvið og lærum. Fjallað er um slaka húðar í andliti annars staðar. 

Meðferðir

  • Fractional lasermeðferð stinnir og þéttir húðina og vinnur þannig gegn slakleika 
  • Í völdum tilfellum er ELOS meðferð beitt í staðinn
  • Meðferðirnar eru sársaukalausar og hægt er að fara beint til vinnu
  • Stundum er æskilegt að eyða fitu fyrir meðferð með kæli- eða hljóðfitueyðingu 

Hvernig bóka ég meðferð?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

 

Fjallað er um andlit og háls annars staðar.

Myndband

Húðstinning og húðþétting með réttum húðlaser fyrirbyggir slakleika húðarinnar og vinnur á móti honum. Við notum „fractional“ húðlasera til þessara nota. Til greina kemur þó í völdum tilfellum að beita ELOS tækni eftir mat sérfræðilæknis.

Hvað er meint með „slakri húð“ (sagging or loose skin)?

Hér er átt við að húðin sé losaraleg. Hún getur þá myndað áberandi húðpoka eða fellingar ekki síst á kjálkabörðum, upphandleggjum, kvið og lærum. Fyrir vikið getur fólk litið út fyrir að vera eldra en það virkilega er.

Ástæður eru m.a.:

  • Öldrun húðarinnar leiðir til visnunar leðurhúðarinnar (dermis) með tapi á kollageni, hrörnunar á elastísku neti og vökvatapi.
  • Sól leiðir til uppsöfnunar elastínsefnis í leðurhúðinni og með tímanum minnkar fitulag húðarinnar. Þetta leiðir til aukins slakleika húðarinnar og myndunar hrukkna, áberandi fellinga og húðpoka.
  • Reykingar eru álitnar flýta öldrun húðarinnar mögulega vegna áhrifa á kollagen (collagen).
  • Aðdráttarafl jarðar (gravity) veldur hrukkum (static rhytides) og áberandi fellingum.
  • Ef fólk grennist hratt getur það leitt til slakleika húðarinnar.
  • Slakleiki í húð getur einnig myndast eftir barnsburð og til eru læknisfræðilegar skýringar á honum.
  • Velt er fyrir sér ættgengi í tenglsum við myndun slakrar húðar.

META ÞARF HVERT TILFELLI AF SÉRFRÆÐILÆKNI M.T.T. VEITINGU RÉTTRAR MEÐFERÐAR OG FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐA.

Hvað er til ráða?

1. Sólarvarnir (sunscreens), þráavarnarefni (antioxidants) og retínóíðar (retinoids) 

Þessir þættir vernda húðina og fyrirbyggja slakleika hennar. Einnig eru retínóíðar álitnir geta myndað nýtt kollagen í húðinni og stinnt hana þannig  (Vísindagrein: Mukherjee S et al.  Retinoids in the treatment of skin aging: an overview of clinical efficacy and safety. Clin Interv Aging. 2006 Dec; 1(4): 327–348). 

2. Lasermeðferð

Slök húð, hrukkur, áberandi fellingar og húðpokar svara oft vel ólíkum laserum (leysum) sem sérvaldir eru í hverju tilfelli af sérfræðilækni. Kollagen húðarinnar myndast í trefjakímfrumum og endurmótast við lasermeðferðina en við það stinnist húðin sem bætir ástandið. Oftast er beitt svokölluðum „fractional“ lasermeðferðum sem fjallað er um hér. Um fractional lasertæknina sem slíka er fjallað annars staðar.

Grein

ÆSKILEGT ER AÐ SÉRFRÆÐILÆKNIR METI HVORT LÆKNISFRÆÐILEGAR EÐA AÐRAR ÁSTÆÐUR HAMLI MEÐFERÐ.

Við hverju eru fractional húðlaserar notaðir?

Fractional laserar eru aðallega notaðir til að:

1. Stinna húð hvar sem er á líkamanum, t.d. á útlimum, kvið, rasskinnum, andliti og á hálsi

Þetta fyrirbyggir og vinnur gegn slakleika í húðinni.

2. Eyða áberandi hrukkum, fellingum og húðpokum

Myndband

  • „Slök húð utan andlits“
  • „Hrukkur, slök andlitshúð og andlitsfellingar“

Greinar

3. Eyða litlum hrukkulínum

4. Bæta ör eftir slys eða sjúkdóma, svo sem þrymlabólur

Myndband

Greinar

5. Draga úr húðsliti og öðru sem er óslétt á húðinni

Myndband

Grein

6. Vinna gegn sólskaða

Vinna gegn sólskaða

Myndband

Greinar

7. Eyða húðsvertingu (melasma)

8. Jafna yfirborð húðarinnar

Hver er verkunarháttur fractional lasera?

Húðlaser (leysir) er ljósorkugjafi. Hefðbundnir húðlaserar sem notaðir eru til húðmeðferða baða allt húðsvæðið með laserljósi. Þegar laser er sagður vera fractional (brot) er átt við að laserljósið baði eingöngu hluta húðsvæðisins með laserljósi. Fractional laserljósi er yfirleitt dreyft á staka staði yfir allt húðsvæðið. Eðlileg húð á milli staðana gerir mögulegt að gefa meiri ljósorku í fractional laserljósinu en ella því ef allt svæðið yrði fyrir slíkri ljósorku myndi húðin ekki þola hana.

Laserljósinu er ætlað að hnjaska húðina þar sem geislinn fer inn í húðina en eðlileg húð í kring flýtir fyrir “viðgerð” á hnjaskinu. Slík viðgerð hvetur til myndunar nýs kollagens sem leiðir til húðþéttingar og stinnari húðar.

Til eru 2 megingerðir fractional lasera. Annars vegar „ablative“ sem losa yfirborð húðarinnar frá undirlaginu og hins vegar „non-ablative“ sem gera það ekki.

Minni háttar takmarkanir gilda um fractional lasermeðferðir fyrir sum húðsvæði. Val búnaðar og beiting hans kallar á þekkingu sérfræðilæknis.
Dökk húð þolir fractional lasermeðferð betur en hefðbundna lasermeðferð.

Hvers er að vænta af lasermeðferð?

Fractional laserar eru mjög öflug tæki sem skila góðum árangri.

Aðgerðir fyrir og eftir lasermeðferð

  • Aftra þarf snertingu við sólarljós í a.m.k. 4 vikur fyrir og eftir meðferð. Sólarlandaferðir eða sólbaðsstofur eru bannaðar á meðan á meðferð stendur og í 2 mán. eftir að henni lýkur.
  • Sólartengdur roði eða brúnka þarf að hafa horfið algjörlega fyrir hvert meðferðarskipti.
  • Brúnkukrem þurfa að hafa horfið algjörlega úr húðinni fyrir meðferð.
    Æskilegt er að útsetja sig ekki fyrir miklum hita rétt fyrir og eftir meðferð svo sem heitum böðum.
  • Mikilvægt er að ekki séu til staðar sár eða sýkingar í húðinni svo sem mikið af þrymlabólum. Sérfræðilæknir metur ástand húðarinnar fyrir meðferð.
    Sérfræðilæknir tekur afstöðu til hvort útvortis eða innvortis lyfjameðferð þurfi að stöðvast á meðan á meðferð stendur.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðarsvæðið er hreinsað. Laserhausinn er færður til frá einum stað til annars eftir ákv. reglum. Meðferðir taka mismunandi langan tíma eftir umfangi en yfirleitt varir hvert meðferðarskipti ekki lengur en í 30 mín. Að henni lokinni er húðin kæld með sérstökum kælibúnaði.

Hve langt er milli meðferða og hve margar meðferðir þarf?

3-4 vikur eru látnar líða á milli lasermeðferða. Fjöldi lasermeðferðaskipta er mjög misjafn eftir laserum, lasermeðferðarsvæðum og einstaklingum.

Hvenær kemur árangur meðferðar fram og hve lengi varir hann?

Árangur kemur fram hægt og rólega. Árangurinn er varanlegur.

Kostir lasermeðferðar

  • Lasermeðferðir eru sársaukalitlar með þeim búnaði sem við notum.
  • Þær eru mjög áhættulitlar.
  • Unnt er að fara beint til vinnu að lokinni meðferð.

Gallar lasermeðferðar

  • Lasermeðferð getur valdið roða sem gengur yfirleitt yfir á nokkrum klukkustundum. Hægt er að nota farða strax eftir meðferð.
  • Mikilvægt er að öll ummerki hafi gefið sig áður en farið er í sól. Sé það ekki gert er mögulegt að fram komi litamunur í húðinni sem getur tekið svolítinn tíma að hverfa. Lýst hefur verið að slíkur litur þurfi ekki að gefa sig fullkomlega.
  • Flestir finna fyrir vægum sting á meðan á meðferð stendur. Fyrir kemur að húðin sé deyfð fyrir meðferð með deyfikremi sem sett er á hana fyrir meðferð.
  • Allir lasermeðferðir geta mögulega valdið örum en þau heyra til algjörra undantekninga. Lasermeðferð er örugg í réttum höndum. Hún krefst umsjónar eða meðferðar sérfræðilæknis sem getur TAFARLAUST gripið inn í verði vart við aukaverkanir.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN!
AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM ER LASERMEÐFERÐ Í FEGRUNARSKYNI BÖNNUÐ Á ÍSLANDI ÁN AÐKOMU LÆKNIS MEÐ VIÐEIGANDI SÉRFRÆÐIMENNTUN SVO SEM HÚÐLÆKNIS EINS OG KRAFIST ER Í DANMÖRKU. TIL ERU ÓLÖGLEGIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN SVO SEM LÆKNAR EÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR SVO OG SNYRTIFRÆÐINGAR MEÐ SLÍKA STARFSEMI.

3. Örnálameðferð (microneedling)

Grein:

4. Meðferð með ELOS® (Electro Optical Synergy) eða FACES™ (Functional Aspiration Controlled Electrothermal Stimulation)

Þessar aðferðir eru notaðar gegn sömu ástæðum og fractional laserar hér fyrir ofan fyrir utan að þeim er ekki beitt gegn litabreytingum í húð vegna sólar og gegn húðsvertingu (melasma).

Tengill:

5. Aðgerð

Af athygli kann að vera:

Greinar:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út