Skip to main content

Meðferð með örnálum (microneedling)

SkinPen® og Dermapen®

Hvað er örnálun?

Örnálun (e. microneedling) er tækni sem byggir á að stinga örfínum nálum inn í húðina. Við meðferðina er álitið að kollegen leðurhúðarinnar örvist ásamt elastíni og hefur þessi meðferð því oft verið kölluð kollagenörvun (e. collagen induction therapy).

 

Af hverju örnálun?

 • Við notum SkinPen sem er fyrsta vottaða örnálatækið
 • Sársaukalaus og áhættulítil meðferð
 • Hentar öllum húðlitum og húðgerðum
 • Unnið undir eftirliti sérfræðilæknis

Hvernig bóka ég örnálameðferð?

 • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
 • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Örnálun

Stoð og teygjanleiki leðurhúðarinnar (e. dermis) skiptir miklu máli varðandi slakleika húðarinnar. Próteinin kollagen og elastín gegna þar lykilhlutverkum. Með tímanum verður niðurbrot á þessum próteinum sem leiðir til slakleika húðarinnar og því er gott að örva þessi prótein til að viðhalda stífleika hennar.

Við hverju er örnálun helst beitt?

Er þetta ný meðferð?

Örnálun á sér langa hefð og er stunduð víða um heiminn með nálarrúllum (e. microneedling rollers) sem stinga nálum inn í húðina. Gallinn við nálarrúllurnar er að dýptin verður handahófskennd og minni svæði eins og t.d. í kringum augun verða stundum út undan. Mögulegar aukaverkanir (e. side effects) geta m.a. verið sýkingar, roði og bólga á meðferðarsvæðunum.

Örnálapennar auka nákvæmni aðferðinnar sem álitið er bæta árangur og öryggi.
Frægustu pennar veraldar eru líklega SkinPen og Dermapen.

Hvernig örnálameðferð bjóðum við upp á?

Bæði SkinPen og Dermapen hafa verið lengi á markaðinum. Í dag kjósum við SkinPen fram yfir Dermapen.

Hvaðan kemur SkinPen og er hann vottaður?

SkinPen er bandarísk uppfinning og er fyrsta örnálatækið sem er samþykkt af Lyfja- og matvælastofnum Bandaríkjanna (FDA eða Food and Drug Administration). Hann er einnig fyrsta örnálartækið sem var vottað í Evrópu af flokki IIA (CE vottað) og er einnig ISO (International Organization of Standardization) vottað.

Hverjir eru kostirnir við SkinPen?

Aðalkostur SkinPen felst í einnota lokuðu nálarhylki sem aftrar snertingu við blóðvökva meðhöndlaðra. Hylkið aftrar víxlmengun (e. cross- contamination) milli einstaklinga sem eru meðhöndlaðir sem eykur öryggi. SkinPen nálarhylkið er bundið einkaleyfi SkinPen sem og sá kostur hylkisins að nálarnar hýsast og hreyfast eingöngu innan nálarhylkisins. Nálarnar eru þannig ekki hreyfðar með fjöðurvélbúnaði (e. spring reciprocation mechanisms) inni í pennanum eins og í mörgum pennum. Þetta tryggir fullkomna og stöðuga ísetningu og afturköllun nálanna við hvern snúning.

Hvernig virkar SkinPen?

SkinPen hefur 14 örnálar. Hann veitir alls 1.600 stungur á sekúndu og 7.000 snúninga á mínútu óháð húðþykkt. Dýptin sem nálarnar ná í leðurhúðinni er stillt af meðferðaraðilanum en hún er mest 2,5 mm. Hann er ætlaður til lækninga og til nota undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. MDerma frá Dermapen hefur 12 nálar.

Framleiðandinn segir meira en 90 rannsóknir tryggja gæði og öryggi SkinPen svo sem að nálarnar nái endurtekið nákvæmlega þeirri dýpt sem meðferðaraðilinn velur. Motor pennans nemur mótstöðu húðarinnar og stillir sig sjálfan eftir henni sem veitir örugga og ákjósanlega meðferð. Yfir 10.000 meðferðarstaðir og yfir 2 milljón sjúklingar hafa meðhöndlast við könnun árið 2021.
90% fólks mælir með SkinPen fyrir ættingja og vini og 85% reyndust ánægð með meðferðina.

Hverjir geta meðhöndlast með SkinPen?

SkinPen er hægt að beita óháð húðlit og Fitzpatrick húðgerð (e. skin type) hjá einstaklingum sem eru 22 ára eða eldri.

Hvernig fer sjálf meðferðin fram?

Við bjóðum upp á kremdeyfingu fyrir meðferð. Henni er helst beitt í sérstökum tilfellum þegar nálunum er ætlað að fara djúpt niður í leðurhúðina til að ná ákjósanlegum árangri.

Meðferðin hefst á þrifum húðarinnar. Eftir hana notum við sérstakt hlaup, „Lift HG glide gel“, sem auðveldar hreyfingu meðferðarhaussins á yfirborði húðarinnar á meðan á meðferð stendur. Hlaupið er eina samþykkta rennihlaupið af Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna sem sýnt hefur verið fram á við könnun 2021 að sé öruggt fyrir örnálun.

Hvað skeður eftir meðferðina?

Við bjóðum upp á sérstakan lúxusmaska strax eftir meðferðina frá framleiðanda SkinPen sem kælir húðina og eykur vellíðan.

Eftir meðferðina getur komið upp þurrkur, grófleiki, stífleiki, kláði, hreistrun, óþægindi og eymsli sem geta staðið í 1-6 daga. Mikilvægt er að halda viðeigandi raka að húðinnni eftir meðferðina. Að henni lokinni fær meðhöndlaður með sér sérstakt krem frá framleiðanda SkinPen sem heitir „Skinfuse® RESCUE Calming Complex“. Það hefur pH sýrustig 6-7 og róar húðina eftir meðferðina. Það inniheldur kvoðulausn með haframjöli, B3 vítamín, aloe til rakagjafar, fræolíu plöntunar borago officinalis, magnesíum, sínk, kopar en einnig etýlmakadamíat sem áltið er mýkja og róa húðina. 

Sumir framleiðendur örnálapenna bjóða upp á ýmis virk efni sem beitt er samhliða meðferð og þá helst hýalúrónsýru. Í „Skinfuse® RESCUE Calming Complex“ kreminu er að finna hýalúrónat (e. sodium hyaluronate) sem er anjón hýalúrónsýru (e. hyaluronic acid). Hún er álitin auka raka húðarinnar, vinna gegn öldrun hennar og endurnýja hana (Tilvísun í vísindagrein: Juncan AM et al.: Advantages of Hyaluronic Acid and Its Combination with Other Bioactive Ingredients in Cosmeceuticals. Molecules 2021 Jul 22;26(15):4429).

Ekki má raka meðferðarsvæðið sjálfan meðferðardaginn.

Forðast ber að ofsvitna (e. hyperhidrosis) eða fara í gufubað í 3 daga eftir meðferðina.

Litabreytingar geta aukið lit tímabundið eftir meðferð.

Hvað þarf margar meðferðir?

Oft þarf 3-6 meðferðir með 2-4 vikna millibili. Meðferðferðaraðilar styðjast við ítarlegar rannsóknir SkinPen hvernig meðferðinni sé best beitt m.t.t. húðsvæðis og markmiðs meðferðinnar til að tryggja sem best ákjósanlegan árangur með lágmarks aukaverkunum.

Hverjir geta ekki farið í örnálameðferð?

Frábendingar eru ástæður sem aftra meðferð. Allar slíkar þarf að meta hvort hafi þýðingu af lækni fyrir meðferð. Þær geta verið: 

Hætta skal meðferð útvortis virkra efna svo sem tretínóíns eða annarra retínóíða 1-3 dögum fyrir meðferð. Mælt er með að forðast virk efni fyrir húðina útvortis eða innvortis í 1 mánuð eftir meðferðina.

 • Bandvefssjúkdómar sem varða kollagen eða æðar
 • Ofnæmi fyrir ryðfríu stáli í pennanum eða ofnæmi fyrir innihaldsefnum í rennihlaupinu eða „RESCUE calming complex“ kreminu.
 • Þekkt snertiofnæmi þarf að metast fyrir meðferð af lækni
 • Nýlegur sólbruni þar sem húðin hefur ekki náð sér fullkomlega

Viðvera í sól innan sólarhrings fyrir meðferð og í 3 daga eftir hana er bönnuð. Æskilegt er að vistast ekki í sól í 1 viku fyrir og eftir meðferð og nota mjög sterka meðmælta sólarvörn (SPF 100 eða 50). Allur roði skal hafa gefið sig fyrir vistun í sólarlöndum. 

Eftirfarandi ástæður geta hamlað meðferð í sumum tilfellum: 

 • Áblástur (e. herpes simplex) í andliti. Æskilegt getur verið að veita fyrirbyggjandi meðferð en hana þarf ætíð sé saga um ristil (e. herpes zoster)
 • Hjartavandamál
 • Ónæmisbælandi lyfjameðferð og sjálfsofnæmissjúkdómar svo sem rauðir úlfar, liðagigt, æðabólgur, MS (e. multiple sclerosis) og MND (e. motor neurone disease)
 • Sykursýki sem er haldið niðri með réttu mataræði og lágskammtalyfjum er hægt að meðhöndla séu ekki vandamál með sárgróanda
 • Meðferð með Hjartamagnýli®, Magnýli® eða Íbúfen sem ekki er nauðsynleg ætti að stöðva 3-7 dögum fyrir meðferð ef það er mögulegt
 • Saga um oflitun húðar (e. post inflammatory hyperpigmentation) tilkomin vegna t.d. þrymlabóla eða vegna einhvers konar meðferðar getur takmarkað eða komið í veg fyrir örnálun

Hafir þú einhvern sjúkdóm eða læknisfræðilegt ástand sem kemur ekki fram hér að ofan ættir þú að ræða við lækni um það fyrir meðferðina.

Koma aðrar meðferðir til greina?

Æskilegt er að meta hvert og eitt tilfelli af sérfræðilækni. Örnálun á við í vissum tilfellum en aðrar meðferðir geta átt betur við í öðrum svo sem fractional laser.

 

NAUÐSYNLEGT ER AÐ SÉRFRÆÐILÆKNIR METI HVAÐA MEÐFERÐ EIGI VIÐ Í HVERJU TILFELLI TIL AÐ TRYGGJA GÓÐAN ÁRANGUR. ÝMSAR LÆKNISFRÆÐILEGAR ÁSTÆÐUR GETA STAÐIÐ Í VEGI FYRIR MEÐFERÐ.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út