Hvað eru æðaslit á ganglimum?
Æðaslit myndast oft á utanverðum lærum, fyrir neðan hné og í kringum ökkla, og getur verið pirrandi og takmarkað frelsi.
Æðahnútar eru útvíkkaðar bláæðar sem liggja dýpra en æðaslit. Þeir eru oft þreyfanlegir.
Af hverju lasermeðferð?
- Lasermeðferð er sársaukalaus meðferð gegn æðasliti á ganglimum og víðar
- Hægt er að fara beint til vinnu eftir meðferð
- Meðferðinni er beitt undir eftirliti húðlæknis
- Ráðlagt er að sérfræðilæknir kanni ástæður æðaslits áður en til meðferðar kemur
Hvernig bóka ég lasermeðferð?
- Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
- ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
- Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar
Æðaslit á ganglimum eru litlar æðar eða æðaflækjur sem myndast vegna truflunar í starfsemi bláæða. Greina þarf undirliggjandi ástæður af sérfræðilækni. Lasermeðferð er mjög öflug til að eyða þessum leiðinlegu æðum en lyfjainnspýtingar geta komið til.
Hvað eru æðaslit og æðahnútar á ganglimum?
Æðaslit, stundum kallað háræðaslit eða háræðavíkkun, eru litlar æðar sem geta myndað lítið net af æðum hvar sem er á líkamanum, ekki síst á ganglimum eða í andliti. Þær eru rauðar, bláar eða fjólubláar og eru yfirleitt ekki þreyfanlegar á yfirborðinu. Þær myndast oft á utanverðum lærum, fyrir neðan hné og í kringum ökkla.
Æðahnútar eru útvíkkaðar bláæðar sem liggja dýpra en æðaslit, eru oft upphækkaðir frá yfirborði húðarinnar og þreyfanlegir.
Hvernig verða æðaslit og æðahnútar til?
Bláæðar í ganglimum hafa það verkefni að koma súrefnissnauðu blóði til hjartans. Við beytingu vöðva ganglima verður til þrýstingur sem kemur blóðinu á hreyfingu og í æðunum eru lokur (valves) sem aftra því að blóðið nái að leka niður í gagnstæða átt, þ.e.a.s í átt að fótum. Ef truflun verður á þessari starfsemi, svo sem með lekum lokum, eykst þrýstingur í bláæðakerfinu og einnig bakflæði blóðs sem hvoru tveggja ýtir undir myndun æðaslits og æðahnúta.
Mjög margir sjúkdómar geta valdið æðasliti og æðahnútum sem er ekki fjallað um hér.
ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ SÉRFRÆÐILÆKNIR KANNI ÁSTÆÐUR ÆÐASLITS OG ÆÐAHNÚTA ÁÐUR EN TIL MÖGULEGRAR MEÐFERÐAR KEMUR ÞVÍ HÚN BYGGIR Á MÖRGUM ÞÁTTUM.
Hvað veldur?
Ættgengi, miklar stöður, barnsburður, ofþyngd, hækkandi aldur, hormónar og fyrrum blóðsegar eða skemmdir í bláæðum eru allt áhættuþættir. Konur eru í aukinni áhættu.
Áberandi yfirborðsæðar og/eða æðahnútar eru álitnir vera til staðar hjá gróflega um 1/3 fullorðinna kvenna og um 15% karla í Bandaríkjunum.
Hvað er til ráða við æðasliti?
HÚÐSJÚKDÓMA MÁ TELJA Í ÞÚSUNDUM. RÉTT SJÚKDÓMSGREINING ER UNDIRSTAÐA RÉTTRAR MEÐFERÐAR. MARGIR SJÚKDÓMAR GETA GEFIÐ EINKENNI EÐA TEIKN SEM LÍKJAST ÆÐASLITI EN KALLA Á ALLT AÐRA MEÐFERÐ. LÆKNISFRÆÐILEGAR ÁSTÆÐUR GETA STAÐIÐ Í VEGI FYRIR MEÐFERÐ. OFT ÞARF AÐ FRAMKVÆMA RANNSÓKNIR Á ÁSTÆÐU ÆÐASLITSINS.
1. Þrýstisokkar af réttri gerð
2. Lasermeðferð gegn æðasliti
Myndband
Greinar
Verkunarháttur lasera
Nokkrar gerðir lasera eru til á markaðinum til að eyða æðum. Lasermeðferðir gegn æðum byggja á gjöf laserljósgeisla inn í húðina sem rauði liturinn í rauðu blóðkornunum dregur til sín. Ljósið leiðir til hnjasks á æðunum sem eyðast upp af átfrumum (macrophages). Meðferðin hefur engin áhrif á önnur líffæri húðarinnar þar sem engan rauðan lit er þar að finna.
Grunnatriði varðandi alla lasera er að þeim takist að gefa nægjanlega ljósorku á viðeigandi stað í húðinni þannig að orkan valdi nægjanlegu hnaski á æðunum án aukaverkana. Til þess að þetta takist þarf laserinn að vera af hæsta mögulega gæðaflokki. Margir laserar á markaðinum eru ekki af slíkum gæðum og tekst því ekki að fjarlægja æðar vel og varanlega.
Hvers er að vænta af meðferð?
Stærri æðar svara best og vænta má að þær eyðist endanlega auk lítilla æða sem eru af þeirri stærðargráðu að þær séu sýnilegar.
Aðgerðir fyrir og eftir lasermeðferð
- Forðast skal sólarljós í a.m.k. 1-2 vikur fyrir meðferð og helst í 4 vikur eftir hana. Sólartengdur roði eða brúnka þarf að hafa horfið algjörlega fyrir meðferð.
- Brúnkukrem þurfa að hafa horfið algjörlega úr húðinni fyrir meðferð.
- Æskilegt er að útsetja sig ekki fyrir miklum hita rétt fyrir og eftir meðferð svo sem með heitum böðum.
- Sérfræðilæknir tekur afstöðu til hvort lyfjameðferð þurfi að stöðvast á meðan á meðferð stendur.
Hvernig fer meðferðin fram?
Til að tryggja öryggi þitt eru sett á þig sérstök gleraugu sem vernda augun fyrir laserljósinu. Góð regla er að hafa augun lokuð á meðan á meðferð stendur en það er engin skylda. Í algjörum undantekningartilfellum er húðin deyfð með deyfikremi fyrir meðferð.
Laserhausinn er látinn leika um meðferðarsvæðið eftir ákv. reglum. Kæling í hausnum ver húðina fyrir hita ljóssins. Hver meðferð tekur oft um 15 – 30 mín. eftir stærð meðferðarsvæðisins.
Óháð laserum þarf alltaf nokkrar meðferðir fyrir varanlega eyðingu æða. Tímabil á milli meðferða er um 4-12 vikur. Æskilegt er að endurtaka meðferðir með þessu millibili því æðar sem hnjaskast við eitt meðferðarskipti eru best hnjaskaðar aftur við næsta meðferðarskipti ef þær hafa ekki náð að endurnýja sig eftir fyrra meðferðarskiptið.
Hvenær kemur árangur meðferðar fram og hve lengi varir hann?
Árangur kemur fram hægt og rólega og er hann varanlegur.
Kostir lasermeðferðar
- Árangur lasermeðferða er yfirleitt mjög góður með nútíma læknalaserum.
- Lasermeðferðir gegn æðum eru sársaukalitlar eða sársaukalausar með þeim búnaði sem við notum. Þær eru mjög áhættulitlar.
- Unnt er að fara beint til vinnu að lokinni meðferð.
Gallar lasermeðferðar
- Meðferðir geta valdið vægum roða sem gengur hratt yfir. Mikilvægt er að roði hafi gefið sig áður en maður fer í sól. Sé það ekki gert er mögulegt að fram komi litamunur í húðinni sem getur tekið svolítinn tíma að hverfa. Tilfellum hefur verið lýst þar sem litamunurinn gaf sig ekki alveg.
- Allir laserar geta mögulega valdið örum en það tilheyrir til algjörra undantekninga.
- Notkun lasera er örugg í réttum höndum. Hún krefst umsjónar eða meðferðar sérfræðilæknis sem getur TAFARLAUST gripið inn í verði vart við aukaverkanir.
PDF Skjöl:
Leg Veins – Patient Brochure. Smelltu til að skoða
Photo Rejuvenation – Patient Brochure. Smelltu til að skoða
Nokkrar fyrir og eftir myndir:
A. Æðaslit á ganglimum. Sjá grein
Mynd 1 Provided courtesy of Khalil Khatri, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
Mynd 2 Provided courtesy of David Vasily, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
Mynd 3 Provided courtesy of David Vasily, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
Mynd 4 Provided courtesy of David Vasily, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
B. Rósroði og æðaslit í andliti.
Myndir 1-2 Kinnar. Photos provided by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
Mynd 3 Haka Provided courtesy of Michael Sinclair, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Fyrir: | Eftir: |
Mynd 4 Provided courtesy of Maurice Adatto, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 5 Provided courtesy of Khalil Khatri, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 6 Provided courtesy of Stephen Martin, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 7 Provided courtesy of Mervyn Patterson, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 8 Randall Coverman, MD | |
Mynd 9 Provided courtesy of David Vasily, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 10 Provided courtesy of Michael Sinclair, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
Mynd 11 Provided courtesy of Sean Doherty, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc. | |
C. Æðaæxli (hemangiomas).
Provided courtesy of Sean Doherty, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc.
D. Háræðastjarna (spider nevus).
Photos provided by Palomar Medical Technologies, Inc.
3. Laser þræddur í æðar
Þessi meðferð á við æðahnúta en síður við æðaslit.
ÖRYGGISVIÐVÖRUN!
AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM ER LASERMEÐFERÐ Í FEGRUNARSKYNI BÖNNUÐ Á ÍSLANDI ÁN AÐKOMU LÆKNIS MEÐ VIÐEIGANDI SÉRFRÆÐIMENNTUN SVO SEM HÚÐLÆKNIS EINS OG KRAFIST ER Í DANMÖRKU. TIL ERU ÓLÖGLEGIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN SVO SEM LÆKNAR EÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR SVO OG SNYRTIFRÆÐINGAR MEÐ SLÍKA STARFSEMI.
4. Lyfjainnspýting (intravenous injection)
Húðin er deyfð með deyfikremi í um 2 klst. Oftast er notað lyfið polidocanol (hydroxypolyethoxydodecane) til innspýtinganna.
Meðferðin fer fram sem hér segir:
Mynd 1: Meðferð með efnum. | |
A: Æðar fyrir meðferð. | B: Nál komið fyrir í æð tengdum æðaklasa eftir kremdeyfingu. |
C: Efni sprautað í æðaklasann en við það hverfa æðarnar tímabundið vegna glæra lits efnisins. | D: Blóð flæðir aftur eftir æðaklasanum en þá koma æðarnar oft rauðleitari fram vegna þess hnjasks sem efnið hefur valdið þeim. |
E: Nokkrum vikum eftir meðferðina þegar stór hluti æðanna hefur verið étinn upp af átfrumum. Meðferðin er endurtekin nokkrum sinnum þar til æskilegur árangur næst. | |
Lasermeðferð hefur leyst lyfjainnspýtingar að miklu leyti af hólmi en þeim er þó beitt í undantekningartilfellum.
Lasermeðferð leysir aðallega 2 vandamál tengdum lyfjainnspýtingum:
Stakar æðar gefa sig betur
Æðar tengjast oft saman og mynda æðanet. Þegar lyfjainnspýting er gefin í æð er vonast til að lyfið fari í gegnum æðanetið og nái þannig allra æða netsins. Þegar um stakar minni æðar er að ræða sem tengjast dýpri æðum sem sjást ekki á yfirborðinu á laser vinninginn.
Myndun brúnleits blæs (post-inflammatory hyperpigmentation) í kringum æðarnar
Liturinn kann að vera varanlegur.