Appelsínuhúð (cellulitis) eða fitufellingar
Hvað er appelsínuhúð?

Nafnið appelsínuhúð er notað til að lýsa ójafnri húð og kemur samlíkingin frá hrjúfu yfirborði appelsínubarkar. Appelsínuhúð myndast helst á mjöðmum, rasskinnum og yfir læri hjá konum eftir kynþroska. Sumir álita byggingalegan mun skýra kynjamuninn.

Hvernig myndast hún?

Menn hafa ólíkar hugmyndir hvers vegna appelsínuhúð myndast. Ein hugmyndin er að bandvefsstrengir sem skipta fitunni upp í fituhólf þrýsti fitunni upp í áttina að yfirborði húðarinnar og myndi ójöfnu á sama tíma og yfirliggjandi leðurhúð (dermis) þynnist. Truflanir í fituefnaskiptum, eða svokallaður fitukyrkingur (lipodystrophy), getur framkallað appelsínuhúð en einnig truflanir í hormónastarfsemi og blóðrás (blood circulation). Erfðaþættir eru einnig álitnir geta spilað inn í við myndun appelsínuhúðar.

Hvað er til ráða?

Fjölmargar aðferðir hafa verið reyndar til meðferðar, svo sem nudd af ýmsum gerðum, útvortis áburðir og skurðaðgerðir. Tækniþróun síðustu ára hefur leitt af sér:

Sjá einnig greinarnar: