Hvernig verður bláminn til?
Margar læknisfræðilegar ástæður kunna að skýra blámann. Má þar nefna melanínútfellingar í leðurhúð (dermal melanin deposition), litabreytingar eftir bólgu í kjölfar húðsjúkdóma svo sem barnaexems og snertiofnæmis, bjúg í kringum augun (periorbital edema) m.a. vegna tíðahvarfa eða nýrnabilunnar, yfirborðskennda líffæralega staðsetningu æða og skugga vegna slakleika sem oft myndar einnig hrukkur og fellingar.
Hvernig verða hrukkur og fellingar umhverfis augun til?
Þetta myndast yfirleitt vegna öldrunnar húðarinnar sem leiðir til minni stinnleika og taps á fituvef hennar.
Hvað er til ráða?
Rannsóknir
Læknisfræðilegar rannsóknir þegar þær eiga við.
Meðferð með örnálum (microneedling).
Meðferð með FACES™ (Functional Aspiration Controlled Electrothermal Stimulation).
Fleiri greinar sem gætu vakið áhuga:
- Slök húð t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu og á útlimum
- Áberandi andlitsfellingar
- Hrukkur
- Rýrar varir eða varalínur
- Minnkuð fylling kinna
- Áberandi sinar á hálsi
- Fellingar yfir bringubeini (décolletage)
- Fellingar á hálsi
- Rýr húð á handarbökum
- Innfallin ör m.a. í andliti
- Opin andlitshúð
- Húðslit t.d. vegna meðgöngu, offitu eða hraðs líkamsvaxtar
- Appelsínuhúð (cellulitis) eða fitufellingar