Lasermeðferð gegn bólum (acne vulgaris)

Við meðferð bóla er stundum notast við laser til að eyða bólunum. Meðferðin getur verið stök eða sem hluti annarar meðferðaáætlunnar. Meðferðin byggir á gjöf ljósgeisla inn í húðina sem eyðir bakteríunni Propiobacterium acnes sem orsakar bólurnar. Meðferðin hefur ekki áhrif á húðina sjálfa.

Lasermeðferðir gátu áður fyrr verið sársaukafullar. Þeir laserar sem við notum í dag eru sársaukalausir. Meðferðin veldur í mesta lagi vægum roða í nokkrar mínútur.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN!
AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM ER LASERMEÐFERÐ Í FEGRUNARSKYNI BÖNNUÐ Á ÍSLANDI ÁN AÐKOMU LÆKNIS MEÐ VIÐEIGANDI SÉRFRÆÐIMENNTUN SVO SEM HÚÐLÆKNIS EINS OG KRAFIST ER Í DANMÖRKU. TIL ERU ÓLÖGLEGIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN SVO SEM LÆKNAR EÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR SVO OG SNYRTIFRÆÐINGAR MEÐ SLÍKA STARFSEMI.

PDF skjal:

Acne-Treatment-Patient-Brochure. Smelltu til að skoða