Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Útstandandi ör (örbrigsli)

Eftir febrúar 9, 2009Engar athugasemdir

Varðandi innfallin ör, sjá grein: “Innfallin ör m.a. í andliti”.

Hvernig verður þetta til?

ör verða til þegar líkaminn gerir við skemmdir í húðinni með myndun bandvefs. Örin geta verið í húðhæð eða gengið inn á við eða út á við. Útstandandi ör kallast örbrigsli (keloid) en þau geta orðið til t.d. eftir slys, aðgerðir eða þrymlabólur (sjá gjarnan flipann “Innfallin ör m.a. í andliti” og varðandi innfallin ör í andliti eða bol flipann “Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris)”). Örbrigsli myndast þegar örvefurinn í húðinni verður meiri en góðu hófi gegnir.

Hvað er til ráða?

A. Lyf

Lyfi er sprautað inn í örbrigslin. Byrjað er með lágan styrk en hann er síðan aukinn hægt og rólega í nokkur skipti þar til ákjósanlegur árangur næst.

B. Frysting

Frysting með fljótandi köfnunarefni er einnig beitt og stundum með lið A hér ofar.

C. Laser

Í sumum tilfellum reynist nauðsynlegt að beita lasermeðferð.

Eftirmeðferð

Eftir að meðferð við örbrigslunum er lokið kemur stundum til greina að beita eftirfarandi aðferðum til að minnka slétt ör:

1. Rauð ör:

A. Húðslípun (Microdermabrasion)

B. Lasermeðferð gegn æðum

Í völdum tilfellum beitum við laser til að fjarlægja roða/bláma í sléttum örum í stað slípunnar. Liturinn er í reynd tilkominn vegna æða í örunum em eyðast upp við meðferðina.

2. Litlaus, bláleit eða svört ör:

Microlitun (medical micropigmentation)

Þessi ör eru oft bætt verulega með microlitun. Með microlitun er lit bætt í örin þar sem við á. Meðferðin hefst á deyfingu hjá lækni og er hún þannig algjörlega sársaukalaus. Þá er valinn sá litur sem við á og ákvörðun tekin um mótun. Mikilvægt er að tryggja að gæði litanna séu góð og við val er tekið tillit til litarháttar og undirtóns húðar. Er það gert til að fyrirbyggja bleika, bláa, gráa eða appelsínugula tóna þegar að microlitunin fölnar með tímanum.

Við meðferðina er notuð hágæða PMC Titanium and Kryo Liner húðflúrvél. Titringur vélarinnar er mjúkur og fínstilltur þannig að lágmarks erting sé á meðferðarsvæðinu. Innbyggt kælitæki aftrar roða og bólgu.

Oftast þarf eitt eða tvö meðferðaskipti með u.þ.b. 6 vikna millibili. Mjög einstaklingsbundið er hversu lengi microlitun endist.

Sjá nánar um microlitun á http://www.micropigmentation.org

 

Mynd 1-4: Útstandandi og innfallin ör.

Mynd 5: Útstandandi ör í kjölfar slyss.

Varðandi innfallin ör sjá greinina “Innfallin ör m.a. í andliti”.

Sjá einnig greinina:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út