Skip to main content

Um okkur

Útlitslækning

Við erum lækningafyrirtæki í Reykjavík sem sérhæfir sig í almennum húðlækningum og lýtahúðlækningum, laser meðferðum, kynsjúkdómum og tannlækningum.

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á þægilegt andrúmsloft þar sem fólki líður vel og að veita bestu mögulegu þjónustu við að finna hvaða meðferð hentar hverju sinni, því að útlitið skiptir máli.

Á þessari heimasíðu má bæði finna upplýsingar um þær meðferðir sem hægt er að fara í sem og almennar fræðslugreinar um húðlækningar. Hér er einnig hægt að hafa samband við okkur og panta tíma hjá húðlækni en við mælum með að fólk geri það áður en það pantar meðferð. Loks má lesa sér til um mismunandi húðvörur.

Við vekjum athygli á því að á Íslandi eru dæmi um ólöglega notkun lasera meðal annars af heilbrigðisstarfsfólki án læknismenntunar.

Í mörgum tilfellum er talað um titla á borð við „húðsérfræðingur“ en samkvæmt reglugerð á Íslandi eru lasermeðferðir í fegrunarskyni bannaðar án aðkomu sérfræðilæknis með titil á borð við húðlæknir, húðsjúkdómalæknir eða húð- og kynsjúkdómalæknir. 

Kennsla nema í heilbrigðisvísindum

Kennsla nema í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands fer fram hjá Útlitslækningu.

Grensásvegur 13

Við erum staðsett að Grensásvegi 13 í sama húsi og Pfaff, beint á móti Hreyfilshúsinu, 108 Reykjavík. Þegar komið er inn í bygginguna erum við á þriðju hæð.

Um Bolla

Bolli hefur í rúm 20 ár starfað við m.a. lýtahúðlækningar, almennar húðlækningar, barnahúðlækningar, kynsjúkdómalækningar og atvinnuhúðsjúkdómalækningar (húðofnæmi). Starfsvettvangar hafa ýmist verið á sjúkrahúsum, göngudeildum eða læknastofum í Bandaríkjunum, Svíþjóð (Karólínska sjúkrahúsið) og í Danmörku í alls 9 ár.

Bolli varði doktorsritgerð sína 1999 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Ritgerð hans fjallar um lasertækni og ofnæmi og ber titilinn „Laser Doppler Imaging of Patch Tests – A Methodological and Comparative Study with Visual Assessments“.

Rannsóknir

Bolli hefur tekið þátt í fleiri tugum rannsókna og hlotið hátt í 100 vísindastyrki eða vísindaverðlaun, m.a. frá Dermatology Foundation (Research Fellowship Award) í Bandaríkjunum. Hann hefur metið tugi vísindaumsókna um styrki frá virtum vísindasjóðum erlendis og á Íslandi.

Vísindagreinar

Bolli hefur ritrýnt vísindagreinar fyrir mörg af virtustu húðvísindaritum heims svo sem Journal of Investigative Dermatology og Contact Dermatitis. Hann hefur birt nokkra tugi vísindagreina m.a. í ritrýndum PubMed vísindaritum (Medline). Hann hefur tekið þátt í sjónvarps- og útvarpsviðtölum, sett saman fræðslubæklinga fyrir almenning erlendis og á Íslandi og eftir hann hafa verið birtar tugir greina í íslenskum fréttablöðum og fræðsluritum.

Fræðsluefnið á heimasíðunni er samið af Bolla. Hann hefur verið boðinn fyrirlesari víða, haldið erindi á ársþingi Society for Investigative Dermatology í Bandaríkjunum og haldið yfir 100 erindi í flestum heimsálfum fyrir lækna, mest í Bandaríkjunum en einnig á Íslandi.

Kennsla

Bolli kenndi við læknadeild Karolinska Institutet og í Bandaríkjunum er hann bjó ytra. Hann hefur handleitt nema í rannsóknanámi og kennt læknanemum húðsjúkdóma við læknadeild Háskóla Íslands eftir að hann flutti til Íslands 2001.

Hann hefur sérfræðiréttindi í húð- og kynsjúkdómum á flestum norðurlandanna og hlaut ótakmarkað lækningaleyfi í því fylki í Bandaríkjunum sem hann bjó í er hann starfaði þar.

Viðurkenningar

Bolli hefur hlotið viðurkenningu fyrir viðurkennda framhaldsmenntun frá American Academy of Dermatology (Félag bandarískra húðlækna) og The American Medical Association (Læknafélag Bandaríkjanna).

Stjórnarmaður

Bolli er stjórnarmaður í Norðurlandaráði húðlækna (Nordic Dermatology Association) og á sæti í menntanefnd þess félags. Hann situr jafnframt fyrir Íslands hönd í ritstjórn Forum for Nordic Dermatovenerelogy sem er fagrit fyrir húð- og kynsjúkdómalækna á Norðurlöndum. Hann var formaður Félags ísl. húðlækna í mörg ár og situr í stjórn félagsins.

Hann á sæti í orlofsnefnd Læknafélags Íslands og er meðlimur í tugum læknafélaga eða læknasamtaka erlendis og á Íslandi.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út