Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Meðferð með ELOS og Endermologie

Eftir júlí 25, 2012júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Meðferð með ELOS (Electro Optical Synergy) og Endermologie

Hvað er Elos®?

Elos® er aðferð sem notuð er til að stinna leðurhúðina. Hún beitir tvískauta útvarpsbylgjum (bipolar radiofrequency) og ljósorku (optical energy).

Útvarpsbylgjurnar mynda hátíðnirafsegulorku (high-frequency electromagnetic energy) þegar þær mæta mótstöðu í húðinni. Orkan leiðir til myndunnar hita í leðurhúðinni. Hitinn er álitinn auka súrefnisflæði fruma.

Ljósorkan sem við beitum er með innrauðum laser. Hiti ljósorkunnar er álitinn auka teygjanleika (elasticity) húðarinnar og hita fituvefinn.

Hitinn sem myndast við meðferðina bæði af útvarpsbylgjunum og lasernum er álitinn fá kollagen leðurhúðarinnar til að skreppa saman og þykkjast.

Hitinn og sogið eru álitin leiða til nýmyndunnar kollagens í trefjakímfrumum (fibroblasts) með beinum hætti og óbeint með auknu blóðflæði. Samverkandi áhrif þessa er húðstinning sem vinnur gegn losaralegri húð.

Hvað er Endermologie™?

Endermologie™ er aðferð sem beitir húðsogi (suction) og sérstökum rúllubúnaði (mechanical rollers) sem leiðir til myndunnar stórrar húðfellingar inni í meðferðarhaus sem strokið er yfir húðina í fyrirframákveðnar áttir. Við þetta verður djúpt nudd (massage) og sog sem leiðir til þess að fitufrumurnar skreppa saman (shrink). Nuddið eykur blóð og súrefnisflæði til appelsínuhúðar eða slakrar húðar sem kenningarlega séð eykur efnisumsetningu (metabolism) fitufruma. Vökvi frá hinum nudduðu frumum er frásogaður og skilst út í þvagi. Aðferðin er notuð til að minnka fitumassa húðarinnar. Þessi aðferð hefur verið markaðssett í heiminum ein sér og kallast Endermologie® (http://www.lpgsystems.com/endermologie/index.php).

Upphaflega var Endermologie™ notað til að vinna á örum brunasjúklinga. Þegar meðferð fór fram yfir svæði þar sem appelsínuhúð var til staðar komu hin jákvæðu áhrif á appelsínuhúðina í ljós. Tæknin hefur síðan verið notuð á slaka húð af hvaða toga sem er.

Þegar um appelsínuhúð, fitufellingar eða slaka líkamshúð er að ræða er æskilegt bæði að stinna húðina með Elos® og nudda hana með Endermologie® á sama tíma húð (sjá greinarnar „Appelsínuhúð (cellulitis) og fitufellingar“ og „Slök húð t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum„). Er þessu svo farið með þeim búnaði sem við notum.

Púlssogið og rúllubúnaðurinn er oft kallað saman „mechanical tissue manipulation device“. Þau tryggja að húðin leggist þétt upp að meðferðarhausnum sem notaður er við meðferðirnar. Þetta leiðir til öruggs orkuflæðis hátíðinirafsegulorkunnar og laserorkunnar inn í húðina um leið og hún er nudduð.

Unnt er að beita Elos® aðferðinni einni sér hvar sem er á líkamanum. Henni er þannig stundum m.a. beitt gegn:

Hvernig fer meðferðin fram?

Ilmolía (essential oil) er borin á húðina. Eftir að tækjabúnaðurinn hefur verið stylltur rétt fyrir það svæði sem á að meðhöndla er meðferðarhausnum strokið eftir húðinni í mismunandi fyrirframákveðnar áttir eftir svæðum. Vægur hiti myndast við þetta í húðinni sem hvorki er óþægilegur né sársaukaframkallandi.

Vænta má roða sem hverfur hratt eftir meðferð en smámör eru möguleg og hverfa þau á nokkrum dögum. Vistast má í sól en óæskilegt er að vera meðtekinn af sól þegar komið er í meðferðina. Meðferðin þolist vel hjá fólki óháð litarhætti. Meðferð á sólbaðsstofu er bönnuð á meðan á meðferð stendur.

Meðferðirnar eru oftast framkvæmdar tvisvar í viku í u.þ.b. 10 skipti.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Vitnað er í rannsókn á appelsínuhúð sem framkvæmd var af einum frægasta lasersérfræðingi heims, Tinu S Alster húðlækni frá Washington Institute of Dermatologic Laser Surgery í Bandaríkjunum (Alster TS, Tanzi El. Cellulite treatment using a novel combination radiofrequency, infrared light, and mechanical tissue manipulation device – J Cosmet Laser Ther 2005,Jun;7(2):81-5 (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed?term=alster%20cellulite%20treatment%20using%20a%20novel%20combination%20radiofrequency). Í rannsókn hennar voru 20 konur (25-57 ára) meðhöndlaðar með sams konar aðferð og við notum. Þær höfðu meðalmikla (moderate) appelsínuhúð á lærum og rassi. Þær fengu 8 meðferðir tvisvar í viku á annan helming líkamans. 90% fannst þeim batna og 17 af 18 báðu einnig um meðferð hinum megin.

 

Sjá einnig greinina:BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út