Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Fitan fryst burt

Eftir febrúar 8, 2016Engar athugasemdir


Grein 7. febrúar í sunnudagsbl Mbl:

Viltu losna við hliðarspikið, bumbuna og bingóspikið?

Ný tækni er komin til landsins sem gæti hjálpað þér. Dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlitslækningu, segir að kælifitueyðing sé viðurkennd í læknasamfélaginu en hann er eini læknirinn á Íslandi sem beitir henni. Bolla finnst óeðlilegt að aðgerðin sé framkvæmd utan lækningasviðs.

Flestum er annt um útlitið og þótt við þráum ekkert endilega að líta út eins og ofurfyrirsætur er ýmislegt sem við værum til í að laga. Það bungar út hér og þar og stundum er erfitt að ná af sér fitu sem virðist svo föst að hún bifast ekki þrátt fyrir líkamsrækt og hollar matarvenjur. Margar aðferðir hafa verið reyndar í gegnum aldirnar til að verða grennri eða sýnast grennri. Fitusog er aðgerð þar sem fitan er soguð í burtu en því fylgir svæfing og viss áhætta. Nú er komin ný tækni þar sem fitufrumum er eytt á náttúrulegan hátt og er aðgerðin hættulítil og árangurinn varanlegur.

Fitufrumur eyðast í kulda
Hjá Útlitslækningu starfar Dr. Bolli Bjarnason húð- og kynsjúkdómalæknir en hann notar aðferð sem heitir kælifitueyðing en hún er viðurkennd í læknasamfélaginu. Kælifitueyðing, stundum kölluð fitufrysting, byggir á kælingu fitufruma niður í -5°C til +5°C en fitufrumurnar þola illa þetta hitastig og eru álitnar eyðast á náttúrulegan hátt. Upphaf rannsókna með kælifitueyðingu má rekja til húðlæknana Dr. Dieter Manstein og Dr. R.Rox Anderson á Harvard Medical School í Boston í Bandaríkjunum. „Ég hitti þá báða á læknanámskeiði í Harvard fyrir nokkrum árum en þá fóru þeir
nákvæmlega í gegnum þessa tækni sem beitt er víða í lýtahúðlækningum í heiminum. Ég hóf síðan þessa meðferð fyrir um 2-3 árum á Íslandi,“ segir Bolli. Hann segir að hægt sé að beita kælifitueyðingu hvar sem er á líkamanum fyrir utan í andliti. „Mér finnst hún koma að mestu gagni gegn fitufellingum, sérlega á kvið, mjöðmum og lærum sem hafa tilhneigingu til að haldast þrátt fyrir kjörþyngd. Markmið meðferðanna er ekki að grennast heldur að minnka eða eyða fellingunum og endurmóta þannig líkamslínurnar. Ég beiti öðrum aðferðum sem mér finnst gagnast betur sé ekki um fellingar að ræða og einnig gegn appelsínuhúð,“ segir hann.

Sársaukalaus meðferð
Bolli framkvæmir aðgerðina með sérstökum frostverndandi himnum sem er komið fyrir á húðinni yfir þeim fitufellingum sem á að meðhöndla. Þar næst eru meðferðarhausar settir yfir fellingarnar og létt sog sett á sem sýgur fellingarnar þétt inn í hausana. Í hausunum eru kæliplötur sem kæla húðina á meðan himnurnar vinna gegn því húðin sjálf frjósi. Yfirleitt eru tvö svæði meðhöndluð samtímis og tekur meðferðarskiptið um klukkustund.

Meðferðin veldur kuldatilfinningu þegar kælingin hefst sem hverfur síðan vegna deyfandi áhrifa kuldans. Hún er sársaukalaus og hægt er að fara samdægurs til vinnu. Bolli segir að árangurinn er ekki sýnilegur strax en kemur hægt og rólega á 4-6 mánuðum. „Stundum þarf að koma í nokkur skipti en það er metið í hverju og einu tilfelli og er árangurinn endanlegur eða mjög varanlegur,“ segir hann. Rannsóknir staðfesta að kælifitueyðing virkar vel að sögn Bolla. „Rannsókn byggð á ómun sýndi að 25,5% af fitunni hafði horfið 6 mánuðum eftir meðferð. Það er með þessa meðferð sem margar aðrar að fólk svarar mismunandi vel, sumir mjög vel og aðrir minna eða ekkert.“

Ekki allir hæfir til að fá meðferðina

Bolli metur hvern einstakling fyrir meðferð til að tryggja fyllsta öryggis. „Ég met alla læknisfræðilega fyrir mögulegar meðferðir. Markmiðið er ekki eingöngu að tryggja að fólk sé í réttu meðferðinni til að ná eins góðum árangri og hægt er heldur einnig til að auka öryggi fólks með því að fara í gegnum sjúkra- og heilsufarssögu, framkvæma læknisfræðilega skoðun og kanna með frábendingar fyrir meðferðinni,“ segir Bolli en ýmsar læknisfræðilegar ástæður geta verið fyrir því að meðferðinni sé ekki beitt. Hann nefnir sem dæmi of hár eða of lágur blóðþrýstingur, blóðþynning, ólétta, ör á meðferðarstað, sýkingar, lyfjameðferðir, viðkvæm húð, ýmsir húðsjúkdómar, æxli og kviðslit. Hann segir aukaverkanir fáar ef búnaði er beitt sérstaklega fyrir hvert tilfelli og að ástand húðarinnar í fellingunum sé metið gaumgæfilega á meðan á kælingu stendur.

Læknir þarf að vera til taks
„Reynsla skiptir miklu máli og nauðsynlegt að til taks sé læknir sem þekkir mögulegar auka−
verkanir og kann að bregðast við þeim því sumar krefjast skyndimeðferðar eða ávísunar lyfja“ segir Bolli. Meðal mögulegra aukaverkanna eru dofi, stingir, nálardofi, togtilfinning, herpings− tilfinning, kláði og verkir en þessir verkir standa stutt yfir. „Versta aukaverkunin finnst mér vera kal sem jafngildir 2° bruna. Kal getur orðið sé ekki nægjanleg reynsla til staðar til að
meta ástand húðarinnar á meðan á meðferð stendur sérstaklega varðandi kuldastig. Með nærgætni hef ég blessunarlega verið laus við aukaverkanir. Ég hef hins vegar fengið til mín fólk með aukaverkanir eftir kælifitueyðingu sem framkvæmd hefur verið utan lækningasviðs,“ segir Bolli. „Í Bandaríkjunum banna fylkislög sölu búnaðar til kælifitueyðingar til annarra en lækna. Í Danmörku er almennum læknum ekki heimiluð fitueyðing heldur krefst hún sérfræðimenntunnar í húð- og kynsjúkdómum eða lýtaskurðlækningum. “ sagði Bolli að lokum.

 

Skoða einnig:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út