Skip to main content

Inngróin hár

Lasermeðferð gegn inngrónum hárum

Til eru mismunandi gerðir af inngrónum hárum en þau eiga það sameiginlegt að valda ótilasvörun (foreign-body reaction).
Þetta getur valdið myndun graftarbóla, roða og kláða.

 

Af hverju lasermeðferð?

 • Inngróin hár eru oft viðvarandi sýkt og sársaukafull.
 • Meðferðin virkar best á dökk hár.
 • Mikilvægt er að hefja meðferð snemma áður en hár missa lit.
 • Lasermeðferð er hættu- og sársaukalaus, hægt er að fara beint til vinnu á eftir
 • Mikilvægt er að læknir kanni ástæður hárvaxtar fyrir meðferð

Hvernig bóka ég lasermeðferð?

 • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
 • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
 • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Sérfræðilæknir þarf að leggja heildstæða meðferðaráætlun varðandi lyfja- og eða lasermeðferð. Lyfjameðferð eyðir sýkingum og bólgum en laser eyðir varanlega svörtum hárum. Laser er sársaukalítill og öflugastur áður en hárin byrja að missa lit og því æskilegt að hefja lasermeðferð snemma.

Gerðir inngróinna hára

Inngróningur hárs innan hárslíðursins (transfollicular penetration of ingrown hairs)

Vaxmeðferð, plokkun hára, hárskurður með 2 hnífum og að toga húðina til við rakstur gegn stefnu hára ýtir sérstaklega undir þetta. Við þetta falla nýskorin beitt hár eftir rakstur lítillega aftur inn í húðina, stingast þar inn og valda ótilasvörun (foreign-body reaction).

Inngróningur hárs utan hárslíðursins (extrafollicular penetration of ingrown hairs)

Hér eru á ferðinni hár sem vaxa lóðrétt upp frá húðinni eins og þeim sé ætlað en breyta um stefnu og stingast inn í húðina. Þetta á sérstaklega við krulluð nýklippt og beitt hár. Þetta getur einnig valdið ótilasvörun.

Fyrir utan langvarandi bólgu vegna ótilasvörunar geta inngróin hár valdið myndun nabba (papules) og graftarbóla (pustules). Roði, dökkur litur, kláði og verkur geta myndast auk öra (hypertrophic scar) og örbrigsla (keloids).

Fræðsla:

ÞEKKING Á RÉTTUM RAKSTURSAÐFERÐUM HJÁLPAR GEGN INNGRÓNUM HÁRUM.

PDF Skjöl:

Leg Veins – Patient Brochure. Smelltu til að skoða
Photo Rejuvenation – Patient Brochure. Smelltu til að skoða

Provided courtesy of Mervyn Patterson, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc.

Provided courtesy of David Vasily, MD and reprinted with permission by Palomar Medical Technologies, Inc.

Hvar eru aðallega inngróin hár staðsett?

Hjá konum eru inngróin hár algengust á kynhárasvæði, í holhöndum, á leggjum og í hnakka. Hjá karlmönnum af afrísk-amerískum eða rómönskum uppruna eru þau algengari á skeggsvæði og í hnakka.

Hvað er til ráða?

HEILDSTÆÐ MEÐFERÐARÁÆTLUN SÉRFRÆÐILÆKNIS SEM TEKUR Á MÖRGUM ÞÁTTUM ER OFTAST NAUÐSYNLEG GEGN ÞESSU VANDAMÁLI.

 • Rétt rakstursaðferð
 • Lyfjameðferð

Efnið Eflornitín dregur úr hraða hárvaxtar. Það hamlar óafturkræft ensímið ornitín dekarboxýlasi sem tekur þátt í framleiðslu hárleggs (scapus pili) í hárslíðrinu (hair follicle).

Inngróin hár kalla oft á lyfjameðferð til að hemja sýkingar eða bólgur.

 • Háreyðing með laser

MIKILVÆGT ER AÐ SÉRFRÆÐILÆKNIR GREINI HÁRVANDAMÁL FYRIR MEÐFERÐ ÞVÍ MARGIR SJÚKDÓMAR GETA LEGIÐ AÐ BAKI SEM ÞARF AÐ GREINA OG GETA KALLAÐ Á AÐRA MEÐFERÐ. EINNIG GETA ÝMSAR LÆKNISFRÆÐILEGAR ÁSTÆÐUR STAÐIÐ Í VEGI FYRIR MEÐFERÐ.

Við hvernig hárum er laser notaður?

Lituð hár er unnt að fjarlægja varanlega með nútíma læknalaserum.

Hár missa lit með árunum og árangur meðferða minnkar með minni lit. Gott er því að meðhöndla hár snemma.

Verkunarháttur lasera

Nokkrar gerðir lasera eru til á markaðinum til að eyða lituðum hárum. Laserar eiga það sameiginlegt að gefa frá sér ljósorku sem svartur litur í hárunum dregur til sín. Orkan skaðar hárræturnar og hárin hætta þannig að vaxa.

Grunnatriði varðandi alla lasera er að þeim takist að gefa nægjanlega ljósorku á viðeigandi stað í húðinni þannig að orkan valdi varanlegum skaða á hárrótunum án aukaverkana. Til þess að þetta takist þarf laserinn að vera af hæsta mögulega gæðaflokki. Margir laserar á markaðinum eru ekki af slíkum gæðum og tekst því ekki að fjarlægja hár vel og varanlega (permanent hair loss).

Hvers er að vænta af meðferð?

Vænta má að lituð hár eyðist endanlega séu þau dökk. Enginn laser eyðir mjög litlitlum hárum.

Aðgerðir fyrir og eftir lasermeðferð

 • Markmið lasermeðferðarinnar er að koma laserljósinu inn í húðina til að hnjaska hárræturnar. Séu hárin vel sýnileg fyrir meðferð eru þau það löng að svarti litur þeirra dregur til sín hluta laserljóssins sem hárrótunum er ætlað. Þetta bæði minnkar árangur meðferðar og veldur vægum sting ef hárin sviðna.
 • Álitið er að bestum árangri meðferðar sé náð séu hárin þannig að maður finni þau með fingrunum án þess að sjá þau. Þá virka broddarnir eins og litlir móttakarar fyrir ljósið inn til hárrótarinnar. Til að svo megi verða velur fólk oftast að raka hárin nokkru fyrir meðferð. Næst best er að raka hárin án þess að þau hafi myndað brodda. Þó verst sé að plokka þau er ekki þar með sagt að árangur sé ekki góður af meðferð. Varast ber aðferðir sem geta framkallað inngróin hár (sjá  „Gerðir inngróinna hára“ hér að ofan).
 • Forðast skal sólarljós í a.m.k. 1-2 vikur fyrir og eftir meðferð. Sólartengdur roði eða brúnka þarf að hafa horfið algjörlega fyrir meðferð.
 • Brúnkukrem þurfa að hafa horfið algjörlega úr húðinni fyrir meðferð.
 • Æskilegt er að húðin verði ekki fyrir miklum hita rétt fyrir og eftir meðferð t.d. með heitum böðum.
 • Sérfræðilæknir tekur afstöðu til hvort útvortis eða innvortis lyfjameðferð þurfi að stöðvast á meðan á meðferð stendur.

Hvernig fer meðferðin fram?

Til að tryggja öryggi þitt eru sett á þig sérstök gleraugu sem vernda augun fyrir laserljósinu. Góð regla er að hafa augun lokuð á meðan á meðferð stendur en það er engin skylda. Í algjörum undantekningartilfellum er húðin deyfð með deyfikremi fyrir meðferð.

Laserhausinn er látinn leika um meðferðarsvæðið eftir ákv. reglum. Kæling í hausnum ver húðina fyrir hita ljóssins. Hver meðferð tekur 15-45 mín. eftir stærð meðferðarsvæðisins.

Óháð laserum þarf alltaf nokkrar meðferðir fyrir varanlega háreyðingu. Tímabil á milli meðferða getur verið frá 2 – 8 vikum eftir meðferðarsvæðum. Ástæða þessa er að best er að veita lasermeðferð þegar hárin eru í vaxtarfasa og næst það best með ákv. tímabilum milli meðferða á ólíkum svæðum.

Hvenær kemur árangur meðferðar fram og hve lengi varir hann?

Árangur kemur fram hægt og rólega. Árangurinn er varanlegur séu hárin nógu dökk.

Kostir lasermeðferðar

 • Lasermeðferðir gegn hárum eru sársaukalitlar eða sársaukalausar með þeim búnaði sem við notum. Þær eru mjög áhættulitlar.
 • Unnt er að fara beint til vinnu að þeim loknum.

MEÐFERÐIN HJÁLPAR EINNIG GEGN LITUÐUM HÁRUM SEM EKKI ERU INNGRÓIN EN GÆTU ORÐIÐ ÞAÐ SÍÐAR.

Myndband

BESTI ÁRANGUR LASERMEÐFERÐAR NÆST GEGN DÖKKUM HÁRUM. HÁR GETA ORÐIÐ LITMINNI UPP ÚR TVÍTUGSALDRI ÁN ÞESS AÐ VIÐ VERÐUM VÖR VIÐ ÞAÐ OG ÞAR MEÐ MINNKAR ÁRANGUR LASERMEÐFERÐAR.

Gallar lasermeðferðar

 • Meðferðir geta valdið vægum roða sem gengur hratt yfir. Mikilvægt er að roði hafi gefið sig áður en maður fer í sól. Sé það ekki gert er mögulegt að fram komi litamunur í húðinni sem getur tekið svolítinn tíma að hverfa. Lýst hefur verið tilfellum þar sem slíkur litur hefur ekki horfið að öllu leyti.
 • Allir laserar geta mögulega valdið örum en þau tilheyra til algjörra undantekninga.
 • Notkun lasera er örugg í réttum höndum. Hún krefst umsjónar eða meðferðar sérfræðilæknis sem getur TAFARLAUST gripið inn í verði vart við aukaverkanir.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN!
AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM ER LASERMEÐFERÐ Í FEGRUNARSKYNI BÖNNUÐ Á ÍSLANDI ÁN AÐKOMU LÆKNIS MEÐ VIÐEIGANDI SÉRFRÆÐIMENNTUN SVO SEM HÚÐLÆKNIS EINS OG KRAFIST ER Í DANMÖRKU. TIL ERU ÓLÖGLEGIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN SVO SEM LÆKNAR EÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR SVO OG SNYRTIFRÆÐINGAR MEÐ SLÍKA STARFSEMI.

Háreyðing með rafstraum eða „blend“ tækni

Hárrætur eru skaðaðar með rafstraum og hita bætt við (blend) séu hár gróf eða liðuð. Ef vel tekst til er um endanlegt hártap að ræða óháð lit háranna. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig af sérfræðilækni hvort þessi meðferð komi til greina hvað inngróin hár varðar. Að öllu jöfnu skal fullreyna fyrst lyfja- og lasermeðferðir eigi þær við. Meðferðin kann að valda örum og aukið á vandamálið.

Myndbönd

Greinar

FYRIR OG EFTIR MYNDIR eru einnig í þessum linkum.

Sjá einnig greinina:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út