Vinsamlegast ath. að hafir þú einfalda fyrirspurn sendir þú EKKI póst héðan heldur velur "Fyrirspurn til Bolla eða spurning um meðferð" (gjaldfrítt).
Læknastofur sérfræðilækna hafa sett gjald fyrir símaviðtöl. Gjaldið sem við tökum er sama hvort sem um símaviðtal eða komu á stofu er að ræða. Það er 12.900 kr. (auk þess tekur heimabanki 290 kr. ef greitt er innan 5 daga). Það er mögulegt að þú eigir endurkröfurétt fyrir hluta gjaldsins frá Sjúkratryggingum en skilmálar þeirra eru mjög þröngir og við getum ekki veitt aðstoð varðandi mögulegan rétt. Sendir þú beiðni hér um símaviðtal samþykkir þú gjaldið og þarft að tilgreina hvaða virkir dagar og tímar daganna koma til greina milli kl. 8-18. Stundum getur verið viðeigandi að senda tölvumyndir til Bolla fyrir símaviðtalið á [email protected]. Vinsamlegast ath. að upplýsingar eru ekki dulkóðaðar.