Lýtahúðlækningar

Meðferð með Botox®

Eftir júlí 25, 2012 nóvember 16th, 2020 Engar athugasemdir

Hvað er Botox®?

Botox® er prótein sem notað er í margs konar læknisfræðilegum tilgangi. Það er m.a. notað til að minnka virkni sérvalinna smávöðva í andliti þannig að þeim takist ekki að valda djúpum andlitsfellingum eða hrukkum þegar fólk beitir vöðvunum. Það er aðallega notað við fellingum á milli augabrúna en einnig við fellingum eða hrukkum á enni og við út frá augum (crow´s feet) hjá fólki á aldrinum 18-65 ára. Árið 2005 voru veittar um 3,3 milljónir meðferða í heiminum. Sjá nánar um Botox® á vefsíðunni http://www.botoxcosmetic.com/home.aspx

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðarsvæðið er fyrst deyft með kremi með deyfilyfi í u.þ.b. 2 klst. Fólk hefur gjarnan með sér lestrarefni því það vistast hjá okkur á meðan á deyfingu stendur. Að deyfingu lokinni er efninu komið fyrir í viðkomandi vöðva. Meðferðin tekur oft um 30 mínútur. Fólki er ráðlagt að taka það rólega strax eftir meðferðina og að leggjast ekki út af fyrr en að kvöldi.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma fram á nokkrum dögum og vara yfirleitt í um 4 mánuði en lengd virkninnar er einstaklingsbundin. Komi ekki til endurmeðferð að þessum tíma liðnum næst aftur fyrra ástand.

Af athygli kann að vera greinarnar