Meðferð gegn örum, húðslitum, opinni andlitshúð og fílapenslum
Húðslípun er aðferð sem dregur úr eða fjarlægir roða í örum.
Henni er einnig beitt til að hækka upp ör og húðslit svo þau séu ekki eins sýnileg.
Loks má beita húðslípun á opna andlitshúð og fílapensla.
Af hverju húðslípun?
- Meðferðin er algjörlega sársaukalaus og krefst ekki deyfingar
- Milli meðferða líða 1-3 vikur eftir tilfellum
- Við meðferðina stinnist húðin og hækkar upp svo ör og húðslit verða minna áberandi
- Áhrifin vara mjög lengi, jafnvel endanlega þegar um ör og húðslit er að ræða
Hvernig bóka ég húðslípun?
- Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
- ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
- Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar
Sjá einnig:
Markmið meðferðarinnar
Þessari aðferð er gjarnan beitt til að:
- Minnka eða ná í burtu rauðlegum lit í vissum húðmeinum svo sem í örum (sjá greinina Útstandandi ör (örbrigsli)).
- Hækka upp ör (sjá greinina Innfallin ör m.a. í andliti),
- Bæði ná í burtu rauðum lit og hækka upp húðina t.d. í húðslitum (sjá greinina Húðslit t.d. vegna meðgöngu, offitu eða hraðs líkamsvaxtar),
- Opna upp fílapensla (sjá greinina Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris))
- Þynna efsta hluta hornefnisríkrar húðþekju (epidermis sem er ysta lag húðarinnar) þegar um opna andlitshúð er að ræða (sjá greinina Opin andlitshúð).
Þegar um fílapensla og opna andlitshúð er að ræða er slípun oft hluti meðferðaráætlunnar sem byggir á sýrumeðferð í andlitið (sjá greinina Tvöfalt peel (double peel)), Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris) og Opin andlitshúð.
Ekki er nákvæmlega vitað hvernig slípun á yfirborði húðarinnar vinnur en vitað er að hún virkjar svokallaða „matrix metalloproteinasa“ niðri í leðurhúðinni sem eru þekktir að því að geta brotið niður kollagen og auðveldað endurmótun leðurhúðarinnar. (Sjá nánar vísindagrein Karimipour DJ et al: Microdermabrasion: A molecular analysis following a single treatment. J Am Acad Dermatol 2005;52:215-23.) Álitið er að slípun hafi mjög óveruleg áhrif á sjálfa húðþekjuna fyrir utan efsta hornefnisríka hluta hennar.
Hvernig fer meðferðin fram?
Meðferðirnar eru algjörlega sársaukalausar og krefjast ekki deyfingar. Túðu með neikvæðum þrýstingi er beitt á meðferðasvæðin en við það myndast roði sem jafnar sig á nokkrum dögum þegar um ör og húðslit er að ræða en á nokkrum mínútum þegar um fílapensla eða opna andlitshúð er að ræða. Oftast eru 3 vikur látnar líða á milli meðferða þegar um ör og húðslit er að ræða en 1 vika þegar um fílapensla eða opna andlitshúð er að ræða. Meðferðirnar eru endurteknar í nokkur skipti eins og þurfa þykir.
Hver eru áhrifin?
Áhrifin eru þau að húðin stinnist og hækkar upp en við það verða ör og húðslit minna áberandi m.a. vegna þess að skuggi myndast ekki eða síður af skáljósi.
Einnig festast þá ekki lengur snyrtivörur í örunum. Við meðferðirnar minnkar eða hverfur roði í örum og húðslitum. Sé meðferðinni beitt til að minnka niður hornefnisríka húðþekju fækkar fílapenslum og opin andlitshúð verður minna áberandi.
Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?
Áhrifin koma fljótt fram og vara mjög lengi eða endanlega þegar um ör og húðslit er að ræða.
Áhrifin koma strax fram þegar um fílapensla og opna andlitshúð er að ræða. Í þessum sjúkdómum eru slípanir yfirleitt hluti meðferðaáætlunnar með sýrumeðferð og varanleikinn veltur á hversu vel til tekst með sýrumeðferðina (sjá greinarnar Tvöfalt peel (double peel), Opin andlitshúð og Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris)).
Af athygli kann einnig að vera greinar:
- Örnálameðferð (microneedling)
- Hljóðfitueyðing (Cavitation, high-intensity focused ultrasound (HIFU eða HIFUS), high-intensity low-freqency focused ultrasound eða focused ultrasound (FUS))
- Kælifitueyðing (cryolipolysis)
- Andlitslýti vegna hrukkna og fellinga
- Hvað er til ráða við hrukkum?
- Mikilvægt að verjast sólinni
- Brúnkan er merki um skaða
- Rýr húð á handarbökum
- Slök húð, t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum
- Meðferð með húðfyllingarefnum (fillers)
- Meðferð með FACES-ELOS
- Meðferð með hrukkubana
- Fellingar yfir bringubeini (décolletage)
- Fellingar á hálsi
- Blámi (dark circles), hrukkur (wrinkles/rhytides) eða fellingar (folds) umhverfis augu
- Áberandi sinar á hálsi
- Áberandi andlitsfellingar
- Andlitslyfting (face lift)
- Minnkuð fylling kinna
- Hrukkur
- Opin andlitshúð
- Tvöfalt peel (double peel)
- Peel