Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Meðferð með FACES-ELOS

Eftir júlí 25, 2012maí 31st, 2021Engar athugasemdir

Hvað er FACES™?

(Functional Aspiration Controlled Electrothermal Stimulation)

Hér er á ferðinni aðferð sem byggir samtímis á gjöf tvískauta útvarsbylgja (bipolar radiofrequency) og púlssogi (pulsed vacuum) sem auðveldar bylgjunum að ná djúpt niður í leðurhúðina (dermis). Bylgjurnar mynda hátíðnirafsegulorku (high-frequency electromagnetic energy) sem verður að hita í leðurhúðinni þegar bylgjurnar mæta mótstöðu vefja.

Stinnleiki húðar byggir á heilbrigðu og stinnu netverki kollagens og elastíns í leðurhúðinni. Þegar húðin hrukkast eða verður losaraleg m.a. með myndun fellinga er að greiðast úr netverkinu og það að losna upp. Álitið er að fólk tapi u.þ.b. 1% af sínu kollageni í húðinni árlega vegna aukins niðurbrots og minnkaðrar myndunnar kollagens (Tilvísun í vísindagrein: Chung J, Cho S, Kang S. Why does the skin age? Intrinsic aging, photoaging, and their pathophysiology. Úr bókinni Photoaging, ritstýrð af Rigel DS, Weiss RA, Lim HW, Dover JS. Útgefin 2004 af Marcel Dekker, Inc., New York, Bandaríkjunum, bls. 1-13).

Hitinn sem myndast með FACES™ aðferðinni er álitinn fá kollagenið til að skreppa saman og þykkjast. Bæði hitinn og sogið eru álitin leiða beint til nýmyndunnar á kollageni í trefjakímfrumum (fibroblasts) og einnig óbeint með auknu blóðflæði. Saman leiðir þetta til þess að húðin stinnist en við það minnka hrukkur og lauslegar fellingar.

Unnt er að beita FACES™ aðferðinni hvar sem er á líkamanum. Henni er oft beitt gegn:

Þess ber þó að geta að Elos® (Electro optical synergy) aðferðafræðin (sjá hér fyrir neðan) kemur þó oftar til álita vegna ofangreindra vandamála í mörgum tilfellum (sjá hér fyrir neðan). FACES á þó ætíð við þegar um svæðið í kringum eða út frá augun er að ræða

Bylgjur af þessari gerð er beitt í skurðlækningum, hjartalækningum, taugalækningum og bæklunarskurðlækningum.

Nánar má lesa um FACES™ tæknina varðandi húð í eftirfarandi vísindagrein: Gold MH et al. Treatment of wrinkles and elastosis using vacuum-assisted bipolar radiofrequency heating of the dermis. Dermatol Surg 2007 Mar;33(3):300-9. Netslóð: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/?term=treatment+of+wrinkles+and+elastosis+using+vacuum-assisted+bipolar+radiofrequency+heating+of+the+dermis

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin hefst á því að ilmolía (essential oil) er borin á húðina. Eftir að tækjabúnaðurinn hefur verið stylltur rétt fyrir það svæði sem á að meðhöndla er FACES™ meðferðarhausnum strokið eftir húðinni í mismunandi fyrirframákveðnar áttir eftir svæðum. Vægur hiti myndast við þetta í húðinni sem hvorki er óþægilegur né sársaukaframkallandi.

Vægur roði myndast stundum en hann hverfur á nokkrum mínútum. Farða má strax eftir meðferð og einnig vistast í sól en óæskilegt er að vera meðtekinn af sól er komið er í meðferðina. FACES™ þolist vel hjá fólki óháð litarhætti. Meðferð á sólbaðsstofu er bönnuð á meðan á meðferð stendur.

Meðferðirnar eru endurteknar oft u.þ.b. 10 sinnum oftast með 1-2ja vikna millibili.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Stinnandi áhrif á húðina koma hægt og rólega fram. Rannsókn hefur sýnt að bati heldur áfram að myndast í 3-6 mán. eftir að meðferð lýkur (Tilvitnun í vísindagrein: Gold MH et al. Treatment of wrinkles and elastosis using vacuum-assisted bipolar radiofrequency heating of the dermis. Dermatol Surg 2007 Mar;33(3):300-9. Netslóð: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/?term=treatment+of+wrinkles+and+elastosis+using+vacuum-assisted+bipolar+radiofrequency+heating+of+the+dermis).  Í sömu rannsókn voru 46 einstaklingar meðhöndlaðir yfir allt andlitið (total face) og árangur metinn 6 mán. eftir síðustu meðferð. 85% þeirra sýndu bata sem var a.m.k. ein svokölluð ES (elastosis score) eining á Fitzpatrick-Goldman skala (Fitzpatrick-Goldman Classification of Wrinkling and Degree of Elastosis). Meira en 90% meðhöndlaðra voru ánægðir með meðferðina.

Meðferð með Elos® (Electro Optical Synergy).

Hvað er Elos®?

Elos® er aðferð til að stinna húðina. Aðferðin byggir á gjöf tvískauta útvarpsbylgja (bipolar radiofrequency) og ljósorku (optical energy) sem veitt er með ljósi eða laser. Fyrir utan þetta beitir okkar tækjabúnaður púlssogi (pulsed vacuum).

Á sama hátt og FACES™ hér fyrir ofan mynda tvískauta útvarpsbylgjurnar hátíðnirafsegulorku (high-frequency electromagnetic energy) sem verður að hita í leðurhúðinni þegar bylgjurnar mæta mótstöðu vefja. Bylgjurnar eru álitnar auka flæði súrefnis hjá frumum með því að hita fituvef húðarinnar 5-15 mm niður í húðina.

Ljósorkan veldur hita. Hann er álitinn auka teygjanleika (elasticity) húðarinnar og ná u.þ.b. 5 mm niður í húðina.

Hitinn sem myndast við meðferðina af tvískauta útvarpsbylgjunum og ljósorkunni er álitinn fá kollagenið til að skreppa saman og þykkjast.

Púlssogið tryggir að húðin leggist þétt upp að meðferðarhausnum sem notaður er við meðferðirnar.  Þetta leiðir til öruggs orkuflæðis hátíðinirafsegulorkunnar og ljósorkunnar inn í húðina.

Bæði hitinn og púlssogið eru álitin leiða beint til nýmyndunnar á kollageni í trefjakímfrumum (fibroblasts) og einnig óbeint með auknu blóðflæði. Saman leiðir þetta til þess að húðin stinnist en við það minnka hrukkur og lauslegar húðfellingar.

Þegar um slaka húð er að ræða, vægar húðfellingar eða appelsínuhúð (sjá sér flipa „Appelsínuhúð (cellulits) eða fitufellingar“ eða „Slök húð t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum„) er æskilegt bæði að stinna húðina og minnka fitu hennar. Til að tryggja þetta er púlssoginu og sérstökum rúllubúnaði (mechanical rollers) beitt þannig að húðin sogist þétt í fellingu inni í meðferðarhausnum þegar honum er strokið yfir húðina. Kallast þessi meðferð endermologie® og er gjarnan beitt samhliða Elos®.

Eins og fyrir FACES™ er hægt að beita Elos® aðferðinni hvar sem er á líkamanum, t.d. í andliti, á hálsi, bringu eða útlimum.  Hún er einnig notuð gegn litlitlum stífum hárum í andliti (sjá flipann „Óæskilegur hárvöxtur„).

Hvernig fer meðferðin fram?

Framkvæmdin er sú sama og þegar FACES™ er beitt hér að ofan. Ilmolía (essential oil) er borin á húðina. Eftir að tækjabúnaðurinn hefur verið stylltur rétt fyrir það svæði sem á að meðhöndla er Elos® meðferðarhausnum strokið eftir húðinni í mismunandi fyrirframákveðnar áttir eftir svæðum. Vægur hiti myndast við þetta í húðinni sem hvorki er óþægilegur né sársaukaframkallandi.

Vægur roði myndast stundum en hann hverfur á nokkrum mínútum. Farða má strax eftir meðferð og einnig vistast í sól en óæskilegt er að vera meðtekinn af sól er komið er í meðferðina. Elos® þolist vel hjá fólki óháð litarhætti. Meðferð á sólbaðsstofu er bönnuð á meðan á meðferð stendur.

Meðferðirnar eru oftast framkvæmdar vikulega í u.þ.b. 10 skipti.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma smám saman fram. Bandarísk rannsókn frá Kaliforníu kannaði notagildi Elos® gegn andlitshrukkum (Kulick MI og Gajjar NA. Analysis of histologic and clinical changes associated with Polaris WR treatment of facial wrinkles. Aesthetic Surgery Journal 2007; Jan-Feb; 27(1):32-46). Þar voru 15 einstaklingar meðhöndlaðir með Elos® yfir allt andlitið (full-face treatments). 75% sjúklinganna fannst þeir líta betur út eftir 3 mánuði og 67% fannst batinn haldast við endurmat 6 mánuðum eftir meðferðarlok.

Af athygli kunna að vera greinarnar:








BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út