Hrukkubani / gníst
Vöðvaslakandi efni gegn hrukkum og andlitsfellingum
Hrukkubani er vöðvaslakandi efni sem hægt er að nota gegn smávöðvum í andliti til að fyrirbyggja eða draga úr hrukkum og fellingum.
Efnið er einnig stundum notað m.a. gegn áberandi kjálkavöðvum, gnísti, verk í kjálkaliðum og svitavandamálum.
Af hverju hrukkubani?
- Virkar vel gegn hrukkum á enni, milli augna og út frá þeim
- Áhrifin vara í um 3-5 mánuði
Hvernig bóka ég meðferð með hrukkubana?
- Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
- ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
- Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar
Hrukkubani gegn hrukkum (wrinkles), andlitsfellingum (facial folds), áberandi kjálkavöðvum (masseter hypertrophy), gnísti (bruxism) og verk í kjálkaliðum (temporomandibular joint pain)
Hrukkubani er vöðvaslakandi efni sem dregur úr taugaboðum og er notað gegn fjölda sjúkdóma svo sem mígreni. Þegar því er beitt gegn litlum smávöðvum í andlitinu geta vöðvarnir ekki togað húðina til og myndað hrukkur og fellingar. Unnt er að beita meðferð til að ná aftur fyrra útliti (rejuvenation) eða fyrirbyggjandi. Efnið er einnig stundum notað gegn áberandi kjálkavöðvum, gnísti og verk í kjálkaliðum.
Hvers vegna myndast hrukkur og andlitsfellingar?
Hrukkur og áberandi andlitsfellingar myndast vegna:
- Öldrunar húðar með eða án utanaðkomandi þátta svo sem sólar og reykinga.
Greinar
- Aðdráttarafls jarðar (gravity)
- Vöðvahreyfingar
Sjá nánar:
Hvers vegna geta kjálkavöðvar orðið stórir?
Kjálkavöðvar geta orðið stórir m.a. vegna truflunar á biti tanna (malocclusion of teeth), gnísts (clenching eða bruxism), truflana í kjálkaliðum (temporomandibular joint disorders) eða án þekktrar skýringar (idiopathic masseter muscle hypertrophy).
Hvað er hrukkubani?
Hrukkubani er prótein sem er notað mjög víða í læknisfræðinni þar sem æskilegt er að draga úr taugaboðum.
Við hverju er efnið notað og hvar?
Við notum efnið talsvert til að draga úr virkni tauga sem leiða til svitamyndunar ekki síst í handarkrikum.
Myndband
Grein
Það er einnig m.a. notað gegn langvarandi mígreni (chronic migraine), vöðvakrömpum hjá börnum ef ekki vegna meðfæddrar heilalömunnar (pediatric upper or lower limb spasticity excluding spasticity caused by cerebral palsy), vöðvakrömpum ganglima hjá fullorðnum (adult lower limb spasticity), ofvirkri þvagblöðru (overactive bladder), þvagleka vegna taugaboða (urine incontinence), hvarmakrampa (blepharospasm), truflaðri vöðvaspennu í hálsi (cervical dystonia), rangeygðu (strabismus) og viðvarandi ofurslefi (chronic sialorrhea).
Notin gegn hrukkum og áberandi andlitsfellingum og til að fyrirbyggja myndun þessa eru af sama meiði hvað taugboð varðar. Í þessum tilfellum beinast böndin að taugaboðum til nokkurra lítilla smávöðva en þegar taugaboðum fækkar til þeirra hætta vöðvarnir að valda hrukkum og/eða áberandi andlitsfellingum. Efnið er aðallega notað til að endurheimta fyrrum útlit húðarinnar (rejuvenate) með því að stöðva fellingar milli augabrúna, á enni og út frá augum (Crow´s feet) hjá einstaklingum milli 18-65 ára. Það er einnig notað á sérstaka staði, svo sem kanínulínur vegna togs húðar yfir nefhrygg (bunny nose) og til að lyfta augabrúnum hliðlægt.
Hér að ofan er fjallað um hvers vegna kjálkavöðvar geta stækkað. Markmið meðferðar er að draga úr taugaboðum til þeirra með það að markmiði að hafa áhrif á:
- Umfang kjálkavöðvanna en þeir eru gróft til tekið frá kinnbeini niður að kjálkabarði eða nánar tiltekið frá kinnboga (arcus zygomaticus) til kjálkahorns og hliðlægrar hliðar kjálkans (angle and lateral surface of the mandible). Þegar umfangið minnkar verður þetta svæði ekki eins útstætt og áberandi.
- Gníst sem getur eytt tannvef.
- Kjálkaliði, og þá fyrst og fremst verk.
ÞRÁTT FYRIR ÞESSA MEÐFERÐ KJÁLKAVÖÐVA ER MIKILVÆGT AÐ TANNLÆKNIR OG/EÐA LÆKNIR LEITI ORSAKA.
Vinsamlegast sjá:
Myndbönd
- Hrukkubani við hrukkum og fellingum í andliti
- Fræðsla um lýtahúðlækningar
- Slök húð í andliti eða á hálsi, hrukkur og áberandi andlitsfellingar
- Hrukkur, slök andlitshúð
Greinar
- Meðferð með hrukkubana
- Hrukkur
- Slök húð, t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum
- Hvað er til ráða við hrukkum?
- Áberandi andlitsfellingar
- Slök húð, t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum
Hverjir framkvæma meðferðir?
MEÐFERÐ MEÐ HRUKKUBANA ER TAKMÖRKUÐ VIÐ SÉRFRÆÐILÆKNA.
Fegrunarlæknaráð Bandaríkjanna (American Board of Cosmetic Surgery), ráðleggur m.a. eftirfarandi varðandi hrukkubanameðferðir:
- Hrukkubani er læknisfræðileg meðferð. Þegar þú velur meðferðaraðila skaltu framkvæma sams konar skoðun og þá sem þú myndir gera ef þú ætlaðir í skurðaðgerð.
- Meðferð með hrukkubana krefur sérstakrar þjálfunar, þekkingar og hæfni til að veita meðferð á réttan hátt og örugglega. Sumir læknar í Bandaríkjunum hefja meðferðir með hrukkubana eftir helgarnámskeið. Veldu lækni sem hefur þrautreyndan bakgrunn bæði í fegrunarlækningum og varðandi þjálfun og þann sem hefur mikla reynslu varðandi veitingu meðferðar.
- Veldu lækni sem þekkir vel til líffærafræði andlitsins og hefur gott fagurfræðilegt auga, færni og nákvæmni.
Hér er fræðsla frá Húðlæknasamtökum Bandaríkjanna (American Academy of Dermatology)
Hér er fræðsla frá Samtökum bandarískra húðskurðlækna (American Society for Dermatologic Surgery)
Hvernig fer meðferðin fram og að hverju er að hyggja eftir meðferð?
Efninu er komið fyrir í völdum vöðvum í andlitinu allt eftir því hverju sóst er eftir. Deyfing er óþörf en kremdeyfing er í boði í 2 klst. fyrir meðferð. Meðferð tekur oft um 30 mín. Andlitsnudd eftir meðferðina er bannað í nokkra daga og áreynsla er bönnuð í a.m.k. sólarhring. Fólki er ráðlagt að leggja sig ekki fyrr en að kvöldi.
Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?
Áhrifin koma fram á nokkrum dögum og vara yfirleitt í um 3-4 mánuði en stundum lengur. Sé meðferð ekki endurtekin síðar næst aftur sama ástand og fyrir meðferðina.
Kostir og gallar meðferðar
Hrukkubani veitir bætt útlit án skurðaðgerðar hvað varðar hrukkur og fellingar sem myndast vegna togs í andlitsvöðvum. Það er oft einnig notað í fyrirbyggjandi tilgangi til að aftra myndun þessa. Yfirleitt þolist hrukkubani mjög vel og fólk nær sér strax eftir meðferðina. Meðferðum á ungu fólki og sérlega karlmönnum hefur fjölgað undanfarin ár og þá ekki síst í fyrirbyggjandi tilgangi.
Sé þetta rétt framkvæmt eru aukaverkanir mjög óvanalegar. Til er að fólk fái marblett sem er unnt að farða yfir. Mjög óvanleg aukaverkun er sig í efri augnlokum sem gengur til baka.
Hvað annað er til ráða en hrukkubani?
SÉRFRÆÐILÆKNIR ÞARF AÐ META HVERT TILFELLI FYRIR SIG M.T.T. BESTU MÖGULEGU MEÐFERÐAR EÐA BLÖNDU MEÐFERÐA.
Fyrir utan hrukkubana koma til greina meðferðir með laser (Slök húð í andliti eða á hálsi, hrukkur og áberandi andlitsfellingar, fractional laser, laser til lækninga húðlýta og húðsjúkdóma) og fylliefnum og örnálum.
Myndband
Greinar
- Meðferð með húðfyllingarefnum (fillers
- Fellingar yfir bringubeini (décolletage) eða á hálsi
- Fellingar á hálsi
- Rýrar varir eða varalínur
- Minnkuð fylling kinna
- Rýr húð á handarbökum
- Áberandi sinar á hálsi
- Meðferð með FACES-ELOS
Fjallað er annars staðar um slappleika húðar utan andlits.
Myndband
Grein
- Slök húð, t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum
- Andlitslýti vegna hrukkna og fellinga
- Hvað er til ráða við hrukkum?
- Mikilvægt að verjast sólinni
- Brúnkan er merki um skaða
- Tvöfalt peel (double peel)
- Peel
- Slök húð, t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum
- Meðferð með FACES-ELOS
- Meðferð með hrukkubana
- Fellingar yfir bringubeini (décolletage)
- Fellingar á hálsi
- Blámi (dark circles), hrukkur (wrinkles/rhytides) eða fellingar (folds) umhverfis augu
- Áberandi sinar á hálsi
- Áberandi andlitsfellingar
- Andlitslyfting (face lift)
- Minnkuð fylling kinna
- Rýrar varir eða varalínur
- Hrukkur
- Opin andlitshúð