Skip to main content
Snertiofnæmi

Ethylenediamine dihydrochloride

Eftir mars 30, 2013júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Þetta efni er notað til framleiðslu ýmissa lyfja og í iðnaði. Það getur valdið ofnæmi við snertingu við útvortis sveppakrem, krem gegn bakteríum og krem sem eru blöndur stera og efna/lyfja gegn örverum sérlega ef þau innihalda virka efnið nystatin. Þetta efni er einnig stundum að finna í augn- eða eyrnadropum. Það er einnig stundum notað í dýralyf.

Ethylenediamine dihydrochloride er sjaldan að finna í snyrtivörum og í sótthreinsivörum.

Efnið er að finna í flestum ef ekki öllum antihistamín lyfjum. Það er mögulegt að þeir sem hafa ofnæmi fyrir ethylenediamine dihydrochloride fái húðútbrot gegn antihistamín lyfjum en þau eru gjarnan notuð gegn astma, bráðaofnæmi og ferðaveiki.

Sum efni sem notuð eru í iðnaði geta innihaldið ethylenediamine dihydrochloride svo sem epoxy resín sem er að finna í lími o.fl. (sjá grein „Bisphenol A epoxy resin„), kælivökvar á vélar, sveppadrepandi efni, litarefni, skordýraeitur og vax sem búið er til í verksmiðjum (synthetic waxes).

Ethylenediamine dihydrochloride er stundum að finna í gúmmíi (rubber latex). Það er stundum notað í frostlög, í varning til að fjarlægja gólfbón, litarefni og efni til að smyrja tauvarning.

Efnið er stundum notað við framköllun litfilmna og í leiðnihlaup (electrophoretic gels). Það er stundum notað til að leysa upp kasein (casein), albúmín eða shellac (Sjá sér grein).

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka hafa stundum einnig ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvökum en slíkt kallast krossofnæmi (allergic cross-reactivity). Ethylenediamine dihydrochloride getur myndað krossofnæmi við ethylenediaminetetraacetic acid (EDTA) sem er sýra m.a. notuð til að binda málmjónir. Efnið getur einnig myndað krossofnæmi við eftirfarandi lyf: antazoline (augndropar sem heita Antistina Privin® innihalda þetta lyf en antazoline er einnig notað gegn nefstíflum), aminophylline (berkjuvíkkandi), promethazine hydrochloride (Phenergan® m.a. notað gegn ofnæmi og sem svefnlyf) og piperazine (lyf gegn ormum).

Ethytlenediamine dihydrochloride getur valdið snertibráðaofnæmi (contact urticaria). Sjá grein „Ofnæmi„.

Ethytlenediamine dihydrochloride hefur númerið 333-18-6  í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Þessi ofnæmisvaki gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 1,2-Diaminoethane dihydrochloride
 • 1,2-Ethanediamine dihydrochloride
 • Chlor-ethamine
 • CCRIS 8579
 • Dimethylenediamine dihydrochloride
 • Dimethylenediamine diydrochloride
 • Ethylenediamine dihydrochloride
 • Ethylenediamine hydrochloride
 • Ethylenediammonium chloride
 • Ethylenediammonium dichloride
 • EINECS 206-369-6
 • NSC 163962

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út