Skip to main content
Snertiofnæmi

Bisphenol A epoxy resin (epoxy)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Resín er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu og Bisphenol A epoxyresín er að finna m.a. í svokölluðu tveggja þátta epoxýlími og í málningu. Til að búa til fullunna epoxy vöru eins og epoxýlím er epoxyresínið hrært saman við „herði“ sem inniheldur polyamín. Hættan á ofnæmi fyrir resíninu er álitið vera mest er verið er að hræra þessi efni saman og eykst áhættan með lækkandi mólikúlþyngd (molecular weight) resínsins. Fullunnin vara hefur takmarkaðan hæfileika til ofnæmismyndunnar.

Í iðnaði og víðar er epoxýlím framleitt á vinnustaðnum stuttu fyrir not þess. Mikilvægt er að þeir sem koma að slíkri framleiðslu hafi hlotið viðeigandi þekkingu til að forðast ofnæmismyndun. Stundum berast epoxýresínagnir á vinnufötum viðkomandi til heimilis hans þar sem það getur valdið ofnæmi hjá öðrum.

 • Epoxývörur er að finna i heimaumhverfinu eins og t.d. í:
 • tilbúnu hertu epxoýlími
 • límböndum
 • bleki
 • einangrun í ýmsum rafmagnsvörum
 • listmunum
 • í vinylplastvörum eins og t.d. gleraugnaumgjörðum, hönskum og töskum hafi því verið bætt við í framleiðsluna.

Það er einnig stundum að finna í plasti og sem bindiefni (bonding agent) í tannlækningum.

Álitið er að nítrilhanskar hleypi því síður í gegn en gúmmíhanskar.

Varast ber snertingu sérstaklega við óunna tveggja þátta epoxývöru varðandi húð og öndunarfæri og kanna merkingu vara vel varaðandi eftirfarandi merkingar vegna ofnæmishættu:

 • epoxy resin
 • diglycidyl ether of bisphenol A
 • diglycidyl bisphenol A
 • diomethane diglycidyl ether
 • diglycidyl diphenylolpropane ether
 • Bisphenol A
 • 2,2-bis(4-glycidyloxyphenyl)propane
 • Araldite®
 • 4,4′-isopropylidenediphenol diglycidyl ether
 • DGEBA epoxy resin
 • Epichlorohydrin
 • 4,4’-Isopropylidenediphenol-epichlorohydrin

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út