Skip to main content
Snertiofnæmi

Sorbinsýra (Sorbic acid)

Eftir mars 29, 2013ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Sorbinsýra er notuð til að rotverja vörur eins snyrtivörur, lyf og ýmiss konar varning til heimilishalds eins og lím, blek og málningu. Hana er einnig stundum að finna í tóbaksvarningi.

Sorbinsýra er einnig bætiefni í matvælum til að rotverja þau, sérlega ostum en einnig í t.d. drykkjarföngum, mjólkurvörum, fisk, sjávarréttum, fituríkum mat, ávöxtum, grænmeti, bökunarvarningi og sælgæti. Kostur við sorbinsýru sem rotvörn í matvælum er að hún er bragðlaus. Bætiefnum (food additives) í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Sorbinsýra hefur E númerið 200 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm. Rotvörn sýrunnar er gegn sveppum.

Sorbinsýra getur valdið svokölluðu krossofnæmi við kalíumsorbat (potassium sorbate). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við. Kalíumsorbat hefur E númerið 202.

Sorbinsýra getur valdið snertibráðaofnæmi (contact urticaria) bæði með eða án þátttöku ónæmiskerfisins (immunological contact urticaria og non-immunological contact urticaria) (sjá grein „Ofnæmi„). Þetta þýðir að sýran getur valdið bráðri ofnæmissvörun fyrir utan að geta valdið snertiofnæmi sem tekur yfirleitt langan tíma að koma fram (sjá grein „Ofnæmi„).

Sorbinsýra gengur a.m.k. undir eftirfarandi heitum:

  • (E,E)-2,4-Hexadienoic acid
  • (E,E)-Sorbic acid; Sorbic acid
  • 1,3-Pentadiene-1-carboxylic acid, (E,E)-
  • (2‐butenylidene)acetic acid
  • 2,4-Hexadienoic acid, (E,E)-
  • 2,4-Hexadienoic acid, (E,E)-; 2,4-Hexadienoic acid
  • 2-Propenylacrylic acid
  • 2E,4E-Hexadienoic acid
  • AI3-14851
  • Acetic acid, (2-butenylidene)-
  • Acetic acid, crotylidene-
  • Alpha-trans-gamma-trans sorbic acid
  • CCRIS 5748
  • Caswell No. 801
  • Crotylidene acetic acid
  • E 200
  • EINECS 203-768-7
  • EPA Pesticide Chemical Code 075901
  • HSDB 590
  • Hexadienoic acid
  • Kyselina 1,3-pentadien-1-karboxylova
  • Kyselina 1,3-pentadien-1-karboxylova (tékkneska)
  • Kyselina sorbova
  • Kyselina sorbova (tékkneska)
  • Panosorb
  • Preservastat
  • Sorbistat
  • Trans,trans-Sorbic acid
  • Trans-trans-2,4-Hexadienoic acid

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út