Skip to main content
Snertiofnæmi

Shellac

Eftir júlí 2, 2012ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Shellac er resin en resin er flokkur lífrænna efna sem m.a. eru unnin úr frjáviðarkvoðu. Flest resín eru gerð úr etrum og estrum lífrænna sýra og súrra anhýdraða.

Shellac er unnið úr skordýri (lac bug) sem þrífst á trjám í skógum í Taílandi og Indlandi. Shellac er framleitt sem þurrar flögur sem síðan eru leystar upp í alkóhóli til að fá það á fljótandi form.

Shellac er notað í trjáiðnaði og er að finna í margs konar vörum tengdum þeim iðnaði eins og t.d. í húsgögnum. Það er einnig að finna í mat svo sem sælgæti og gljáhúð. Í lyfjaiðnaði er shellac notað við húðun tafla og sem bindiefni fyrir þær og í tannlækningum er það notað við tannviðgerðir og sem bindiefni í gervitennur og mátefni. Shellac er einnig notað í hárúða og snyrtivörur. Það er einnig notað til að eyða andremmu. Efnið benzyl alcohol er stundum að finna í shellac en það er notað til að eyða bakteríum. Ethylenediamine dihydrochloride er stundum notað til að leysa upp shellac.

Shellac kemur í stað vaxhimnu á eplum sem fer af við upphaflega hreinsun þeirra. Slíkum bætiefnum í mat (food additives) er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Shellac hefur E númerið 904 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.

Shellac gengur oft undir eftirfarandi heitum:

 • Candy glaze
 • Confectioner´s glaze
 • Lac
 • Lac resin
 • Lacca
 • Gommelaque
 • Schellack
 • Shellac, purified
 • Shellac glaze

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út