Skip to main content
Snertiofnæmi

2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol (Bronopol)

Eftir nóvember 26, 2012Engar athugasemdir

Þetta efni er notað til að vinna gegn örverum svo sem sveppum og bakteríum. Því hefur verið lýst sem áhrifaríku gegn bakteríum sem litast Gram jákvæðar eða Gram neikvæðar og er álitið sérstaklega virkt gegn bakteríunni Pseudomonas aeruginosa.

2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol er þannig notað til rotvarnar og getur verið til staðar í snyrti- og hreinsivörum svo sem kremum, sápum, hárlöðri, hársnyrtivörum, möscurum, hreinsilegi, rakakremi og talkpúðri. Það er einnig stundum að finna í útvortis lyfjum og í vörum eins og málningu, tauvarningi, þvottaefnum, kælivökvum á vélar (cooling fluids), ýmiss konar við og í rakatækjum en þau er gjörn á vöxt af Pseudomonas aeruginosa bakteríunni.

Efnið getur losað út formalín (formaldehyde) og valdið þannig ofnæmi hjá þeim sem hafa ofnæmi gegn formalíni (sjá sér grein).

2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol er rotvarnarefni og einn hinna svokölluðu formalínlosara (formaldehyde releasers). Unnt er að hafa ofnæmi fyrir stökum formalínlosara eins og 2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol en einnig er hægt að hafa ofnæmi fyrir formalíni sem þeir losa úr læðingi (sjá sér grein).

Hafi maður ofnæmi fyrir stökum formalínlosara eins og 2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol er ekki þar með sagt að maður hafi einnig ofnæmi fyrir formalíni.

Fyrir utan 2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol eru a.m.k. eftirfarandi formalínlosarar á markaðinum:

  • Quaternium 15 sem gengur einnig undir nöfnunum:
    • Dowicil 200
    • chloroallyl methenamine chloride
    • N-(3-Chloroallyl)hexaminium chloride
    • hexamethylenetetramine chloroallyl chloride
    • chloroallyl chloride, 3,5,7-triaza-1-azoniaadamantane
    • 1-(3-chloroallyl)-, chloride).
    • Sjá sér grein.
  • Diazolidinyl urea, einnig þekkt sem
    • Germall II, N,N’-bis(hydroxymethyl) urea
    • 1-(1,3-Bis(hydroxymethyl)-2,5-dioxoimidazolidin-4-yl)-1,3-bis(hydroxymethyl)urea.
    • Sjá sér grein.
  • DMDM Hydantoin, einnig þekkt sem
    • 1,3-cimethylol-5,5-dimethylhydantoin
    • 1,3-Bis(hydroxymethyl)-5,5-dimethylimidazolidine-2,4-dione.
    • Sjá sér grein.
  • Imidazolidinyl urea, einnig þekkt sem
    • Germall 115
    • imidurea
    • N,N“-methylenebis(N’-(3-(hydroxymethyl)-2,5-dioxo-4-imidazolidinyl)urea.
    • Sjá sér grein.
  • Grotan BK, einnig þekkt sem
  • 2-hydroxymethyl-2-nitro-1,3 propanediol (2-nitro-2-(hydroxymethyl)-1,3-propanediol). Einnig þekkt sem
    • tris nitro
    • trimethylolnitromethane
    • nitroisobutylglycerol
    • tris(hydroxymethyl)nitromethane.
    • Sjá sér grein.
  • Bakzid P.
  • Biocide DS 5249.
  • Dantoin MDMH.
  • KM 103.
  • Paraformaldehyde.
  • Parmetol K50.
  • Polyoxymethylene urea.
  • Preventol D1, D2 og D3.

2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol gengur a.m.k. undir eftirfarandi heitum:

  • 1,3-propanediol-2-bromo-2-nitro
  • 2-Bromo-2-nitro-1,3-propanediol
  • 2-Bromo-2-nitropropane-1,3-diol
  • 2-Bronopol
  • 2-nitro-2-bromo-1,3-propanediol
  • b-Bromo-bnitrotrimethyleneglycol
  • Bromo-2-nitro-1,3-propanediol
  • Bromo-2-nitropropane-1,3-diol
  • Bronidiol
  • Bronocot
  • Bronopol
  • Bronosol
  • Bronotak
  • HSDB 7195
  • Lexgard bronopol
  • NSC 141021
  • Myacide AS
  • Onyxide 500
  • beta-Bromo-beta-nitrotrimethyleneglycol Germall 11

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út