Skip to main content

Blámi, hrukkur eða fellingar umhverfis augu

Meðferðarúrræði gegn bláma

Blámi (dark circles) í kringum augun er ástand sem getur verið tilkomið vegna sýnileika súrefnissnauðs blóðs í kringum augun. Beita má hátíðnirafsegulbylgjum gegn blámanum. 

Hrukkur (wrinkles/rhytides) eða fellingar (folds) myndast gjarnan á þessu svæði en eru ekki tengdar blámanum. 

Af hverju hátíðnirafsegulbylgjur?

  • Meðferðin endurnýjar kollagen húðarinnar og dregur úr blámanum 
  • Engri geislun er beitt og meðferðin er sársaukalaus 
  • Meðferðinni er beitt undir eftirliti húðlæknis 

Hvernig bóka ég meðferð gegn bláma?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Sjá einnig:

Hvernig verður bláminn til?

Margar læknisfræðilegar ástæður kunna að skýra blámann. Má þar nefna melanínútfellingar í leðurhúð (dermal melanin deposition), litabreytingar eftir bólgu í kjölfar húðsjúkdóma svo sem barnaexems og snertiofnæmis, bjúg í kringum augun (periorbital edema) m.a. vegna tíðahvarfa eða nýrnabilunnar, yfirborðskennda líffæralega staðsetningu æða og skugga vegna slakleika sem oft myndar einnig hrukkur og fellingar.

Hvernig verða hrukkur og fellingar umhverfis augun til?

Þetta myndast yfirleitt vegna öldrunnar húðarinnar sem leiðir til minni stinnleika og taps á fituvef hennar.

Hvað er til ráða?

Rannsóknir

Læknisfræðilegar rannsóknir þegar þær eiga við.

Meðferðir

Meðferð með örnálum (microneedling)
Meðferð með FACES™ (Functional Aspiration Controlled Electrothermal Stimulation).

Við hrukkum og fellingum í kringum augun er þó oft beitt fractional lasermeðferð. Sjá nánar: 

Fleiri greinar sem gætu vakið áhuga:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út