Skip to main content
Snertiofnæmi

Quaternium 15 (Quaternium-15)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Quaternium 15 er rotvarnarefni og einn hinna svokölluðu formalínlosara (formaldehyde releasers). Unnt er að hafa ofnæmi fyrir stökum formalínlosara eins og Quaternium 15 en einnig er hægt að hafa ofnæmi fyrir formalíni sem þeir losa úr læðingi (sjá sér grein). Hafi maður ofnæmi fyrir stökum formalínlosara eins og Quaternium 15 er ekki þar með sagt að maður hafi einnig ofnæmi fyrir formalíni.

Fyrir utan Quaternium 15 eru a.m.k. eftirfarandi formalínlosarar á markaðinum:

  • Diazolidinyl urea, einnig þekkt sem
    • Germall II, N,N’-bis(hydroxymethyl) urea
    • 1-(1,3-Bis(hydroxymethyl)-2,5-dioxoimidazolidin-4-yl)-1,3-bis(hydroxymethyl)urea.
    • Sjá sér grein.
  • DMDM Hydantoin, einnig þekkt sem
    • 1,3-cimethylol-5,5-dimethylhydantoin
    • 1,3-Bis(hydroxymethyl)-5,5-dimethylimidazolidine-2,4-dione.
    • Sjá sér grein.
  • Imidazolidinyl urea, einnig þekkt sem
    • Germall 115
    • imidurea
    • N,N“-methylenebis(N’-(3-(hydroxymethyl)-2,5-dioxo-4-imidazolidinyl)urea.
    • Sjá sér grein.
  • Grotan BK, einnig þekkt sem
  • 2-hydroxymethyl-2-nitro-1,3 propanediol (2-nitro-2-(hydroxymethyl)-1,3-propanediol). Einnig þekkt sem
    • tris nitro
    • trimethylolnitromethane
    • nitroisobutylglycerol
    • tris(hydroxymethyl)nitromethane.
    • Sjá sér grein.
  • Bakzid P.
  • Biocide DS 5249.
  • Dantoin MDMH.
  • KM 103.
  • Paraformaldehyde.
  • Parmetol K50.
  • Polyoxymethylene urea.
  • Preventol D1, D2 og D3.

Quaternium 15 gengur einnig undir nöfnunum:

  • Dowicil 200
  • chloroallyl methenamine chloride
  • N-(3-Chloroallyl)hexaminium chloride
  • hexamethylenetetramine chloroallyl chloride, chloroallyl chloride, 3,5,7-triaza-1-azoniaadamantane
  • 1-(3-chloroallyl)-, chloride).

Quaternium 15 er stundum að finna í snyrtivörum, rakakremum, sápum, sjampói, straufríum klæðnaði, hreingerningavörum, fægilegi, málningu, vaxi, tóbaki og sígarettureyk, reyk frá kolum og við, kælivökva við málmskurð sem myndar hita, lími, bleki, blekhylkjum og urea-formaldehyde resins (resín er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu).

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út