Skip to main content
Snertiofnæmi

Turpentine peroxides

Eftir apríl 1, 2013Engar athugasemdir

Þessi efni er blanda terpenhýdróperoxíða sem er að finna í turpentínolíu. Þau eru stundum notuð í leysiefni og lakk í prentiðnaði, til ætingar og í listmálun. Þau er stundum að finna í ilmefnaiðnaði, keramíkmunum, vaxi, kælivökvum, límböndum, fægiefnum, málmhreinsiefnum, svitalyktareyðum, málningum og snyrtivörum svo sem sápum og baðolíum.

Aðal ofnæmisvakinn í blöndunni er hýdróperoxíð af delta-3-carene.

Krossofnæmis hefur verið lýst milli turpentine peroxides og nokkurra annarra náttúruvara eins og chry­santhemum planta, pyrethrin planta, balsam of Peru (Sjá sér grein), kólófóníum (Sjá sér grein) og Tea tree oil (Sjá sér grein). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

Turpentínperoxíð ganga a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • Gum turpentine
  • Oil of turpentine

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út