Skip to main content
Snertiofnæmi

Tea Tree Oil (Melaluca oil)

Eftir apríl 1, 2013Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni olía sem unnin er um eimuðum blöðum jurtarinnar Melaleuca alternifolia. Olían er föl gulgræn með ákveðinni aromatískri kryddlykt.

Olían er notuð til að drepa örverur og er stundum að finna í húð- og naglvörum. Laufblöð plöntunnar hafa verið notuð til að meðhöndla skurði, bruna og sýkingar.

Þessa olíu er stundum að finna í heimillisvörum svo sem þvottadufti, sápum, hreinsiefnum og í varningi til að hirða húð og hár, svo sem varasalva og hárlöður. Hún er stundum notuð í vörur til notkunnar í munnholi.

Olían er stundum notuð til að mýkja upp tauvarning (fabric softener).

Tea tree oil er stundum til staðar í ilmefnum, t.d. í jurtum til lækninga (herbal), mintu (mint), múskati (nutmeg) og furu (pine).

Algengir ofnæmisvakar í olíunni eru alpha-terpinene, aromadendrene og d-limonene.

Tea tree oil getur valdið svokölluðu loftbornu snertiofnæmi (airborne contact allergy). Það setur sig þá gjarnan á þau svæði líkamans þar sem húð er ber eða í slímhimnur öndunarfæra.

Tea tree oil hefur númerið 68647-73-4 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Tea tree oil gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • CCRIS 9084
 • Melaleuca alternifolia oil
 • Melasol
 • Oil from distilled leaves of Melaleuca Alternifolia
 • T36-C7
 • Tea extract
 • Tea leaf, absolute
 • Tea Leaves
 • Tea oil
 • Ti‐trol

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út