Skip to main content
Snertiofnæmi

Parthenolide

Eftir júní 14, 2013Engar athugasemdir

Af athygli kann einnig að vera greinin Sesquiterpene lactone mix.

Þetta efni er svokallað sesquiterpene lactone sem er að finna í náttúrunni í plöntunni Feverfew (Chrysanthemum parthenium). Það er bæði að finna í blómum og ávexti plöntunnar. Hér er á ferðinni planta úr svokallaðri Compositae fjölskyldu sem vex víða í Evrópu og í suðurríkjum Bandaríkjanna. Parthenolide er einnig að finna í mörgum öðrum plöntum Compositae fjölskyldunnar og í plöntum Magnoliaceae (Magnolia) fjölskyldunnar.

Parthenolide er stundum notað í náttúrulyf gegn mígreni og blóðkökkum (blood clots). Það er álitið vera bólgueyðandi og mögulega hjálpa gegn liðbólgum (arthritis) og vera gagnlegt fyrir meltingu. Það er bæði til í töfluformi og sem dropalyf (tinture).

Parthenolide hefur númerið 20554-84-1 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html.

Parthenolide gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • 12-oic acid gamma-lactone
  • 4,5-alpha-Epoxy-6-beta-hydroxygermacra-1(10),11(13)-dien
  • C15H20O3
  • Feverfew
  • NSC 157035
  • Tanacetum parthenium

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út