Snertiofnæmi

Parthenolide

Eftir júní 14, 2013 Engar athugasemdir

Af athygli kann einnig að vera greinin Sesquiterpene lactone mix.

Þetta efni er svokallað sesquiterpene lactone sem er að finna í náttúrunni í plöntunni Feverfew (Chrysanthemum parthenium). Það er bæði að finna í blómum og ávexti plöntunnar. Hér er á ferðinni planta úr svokallaðri Compositae fjölskyldu sem vex víða í Evrópu og í suðurríkjum Bandaríkjanna. Parthenolide er einnig að finna í mörgum öðrum plöntum Compositae fjölskyldunnar og í plöntum Magnoliaceae (Magnolia) fjölskyldunnar.

Parthenolide er stundum notað í náttúrulyf gegn mígreni og blóðkökkum (blood clots). Það er álitið vera bólgueyðandi og mögulega hjálpa gegn liðbólgum (arthritis) og vera gagnlegt fyrir meltingu. Það er bæði til í töfluformi og sem dropalyf (tinture).

Parthenolide hefur númerið 20554-84-1 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html.

Parthenolide gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • 12-oic acid gamma-lactone
  • 4,5-alpha-Epoxy-6-beta-hydroxygermacra-1(10),11(13)-dien
  • C15H20O3
  • Feverfew
  • NSC 157035
  • Tanacetum parthenium