Skip to main content
Snertiofnæmi

Balsam of Peru (myroxylon pereirae resin)

Eftir maí 30, 2012júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Balsam of Peru er efnablanda unnin úr trjám frá Mið-Ameríku en í blöndunni eru efni sem eru skyld vanillu og kanil.

Það er notað sem ilmefni í vörur eins og snyrtivörur, rakspíra, sjampó, munntöflur, vörur gegn munn- og varavandamálum, svitalyktaeyði, barnapúður og krem. Stundum er það notað í sement til tannlækninga. Það er einnig notað til að hylja óæskilega lykt við framleiðslu vörutegunda (masking factor). Stundum berst það á milli manna við snertingu, t.d. með rakspíra.

Balsam of Peru er einnig notað sem bragðefni í tóbaksiðnaði og í mat, drykkjum eins og kóladrykkjum, kökum, víni, líkjör, kryddi, sælgæti, tyggigúmmíi, súkkulaði o.fl. Þannig getur matur framkallað útbrotin og þá sérstaklega Jamaican pipar, kanill, vanilla, paprika, karrý, negull, múskat tómatar og citrusávextir. Í sumum tilfellum getur Balsam of Peru framkallað ofsakláða (urticaria) (Sjá flipann ”Ofsakláði (Urticaria) og ofsabjúgur (Angioedema)”).

Balsam of Peru hefur einnig væga verkun gegn sumum bakteríum.

Þetta efni getur valdið krossofnæmi við bensósýru (benzoic acid) (sjá greinarnar „Bensósýra (benzoic acid)“ og „matarofnæmi„). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

Balsam of Peru gengur einnig a.m.k. undir eftirfarandi nöfnun: Myroxylon Pereirae oleoresin, Peru, Peruvian balsam, Balsam Peruvianim, Black balsam, Balsam Peru oil eða extract, China oil, cinnamein, Honduras balsam, Hyperabsolute balsam, Indian balsam, Balsam of Tolu og Surinam balsam.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út