Skip to main content
Snertiofnæmi

Glutaraldehyde (Glutaral)

Eftir mars 30, 2013júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Glutaraldehyde er stundum notað útvortis í húðlækningum undir vissum kringumstæðum, svo sem til meðhöndlunnar varta. Það er stundum einnig notað útvortis í ýmsum lyfjum, t.d. til að eyða sveppum. Það er gjarnan notað í ýmsar snyrtivörur og gegn ofsvita (hyperhidrosis, sjá grein „Svitavandamál (holhendur, hendur og fætur)„).

Til greina kemur stundum að nota það við meðferð herpessýkinga eða svokallaðra blöðruhúðsjúkdóma (bullous diseases).

Efnið er einnig notað sem rotarnarefni í iðnaði.

Glutaraldehyde er notað til að aftra riði í áhöldum til lækninga og tannlækninga og áhöldum sem notuð eru á hárgreiðslustofum. Það er einnig notað til að sótthreina slík áhöld og dauðhreinsa áhöld til lækninga og tannlækninga.

Glutaraldehyde er notað til að aftra rotnun vefja og sem súturnarefni fyrir leður.

Efnið er notað til að fá gelatín til að hardna í ljósmyndaiðnaði.

Glutaraldehyde getur valdið svokölluðu loftbornu snertiofnæmi (airborne contact allergy). Það setur sig þá gjarnan á þau svæði líkamans þar sem húð er ber eða í slímhimnur öndunarfæra.

Glutaraldehyde hefur númerið 111-30-8 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Glutaraldehyde gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 4-01-00-03659 (Úr Beilstein Handbook Reference)
 • 1,3-Diformylpropane
 • 1,5-Pentanedial
 • 1,5-pentanedione
 • Aldehyd glutarowy
 • Aldehyd glutarowy (pólska)
 • Aldesan
 • Aldesen
 • Alhydex
 • BRN 0605390
 • Caswell No. 468
 • Cidex
 • Coldcide-25 microbiocide
 • CCRIS 3800
 • Dioxopentane
 • EINECS 203-856-5
 • EPA Pesticide Chemical Code 043901
 • Glutaraldehyd
 • Glutaraldehyd (tékkneska)
 • Glutaralum
 • Glutaralum (INN-latína)
 • Glutardialdehyde
 • Glutaric acid dialdehyde
 • Glutaric aldehyde
 • Glutaric dialdehyde
 • Glutarol
 • HSDB 949
 • Hospex
 • NCI-C55425
 • NSC 13392
 • Pentanedial
 • Pentane-1,5-dial
 • Potentiated acid glutaraldehyde
 • Sonacide
 • Sporicidin
 • Ucarcide
 • Veruca-sep

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út