Formaldehyde, sem kallast formalín eða formaldehýð á íslensku, er efnasamband með efnaformúlunni CH2O. Það er að finna mjög víða, bæði innan dyra sem utan. Það finnst bæði í náttúrunni og er framleitt í verksmiðjum. Það er notað mikið í alls kyns iðnaði. Lítið magn formalíns er að finna víða og erfitt að forðast en það veldur sjaldan vandamáli.
Í vinnuumhverfi kann formalín að finnast t.d. í ofnum varningi, pressuðum við, lími, bleki, blekhylkjum, málningu, útblæstri bíla, kælivökvum véla, ýmiss konar efnivið til bygginga, skordýraeitri, framköllunarefnum, gúmmívarningi, og hreinsilegi. Það er notað til að aftra sprungumyndun í tannplastefnum (dental plastics).
Í heimaumhverfinu geta menn komið í snertingu við formalín fyrir tilstilli svokallaðra formalínslosara (formaldehyde releasing factors) en þeir losa formalín úr læðingi. Þeir geta verið til staðar sem rotvarnarefni í hreinlætisvörum svo sem sápum og sjampói. Þá er einnig stundum að finna í snyrtivörum eins og mascara, púðri, augnskugga, augnblýöntum, naglalakki, brúnkukremi og svitalyktaeyði eða varningi eins og munnskoli, pappír, straufríum fatnaði, skóm, rúmfatnaði, leðurvörum, hreinsivarningi, pússlegi, málningu, tóbaksreyk og húðvörum eins og kremum.
Fyrir utan að geta valdið ofnæmi vegna losunar formalíns er einnig hægt að hafa ofnæmi fyrir formalínlosurunum sjálfum. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir formalíni verða að forðast snertingu við alla formalínlosara vegna losunnar formalíns og vegna mögulegs krossofnæmis (cross sensitivity) losaranna við formalín (sjá að neðan).
Eftirfarandi efni eru formalínlosarar:
- Diazolidinyl urea, einnig þekkt sem
- Germall II, N,N’-bis(hydroxymethyl) urea
- 1-(1,3-Bis(hydroxymethyl)-2,5-dioxoimidazolidin-4-yl)-1,3-bis(hydroxymethyl)urea.
- Sjá sér grein.
- DMDM Hydantoin, einnig þekkt sem
- 1,3-cimethylol-5,5-dimethylhydantoin
- 1,3-Bis(hydroxymethyl)-5,5-dimethylimidazolidine-2,4-dione.
- Sjá sér grein.
- Imidazolidinyl urea, einnig þekkt sem
- Germall 115,
- imidurea
- N,N“-methylenebis(N’-(3-(hydroxymethyl)-2,5-dioxo-4-imidazolidinyl)urea.
- Sjá sér grein.
- Quaternium 15, einnig þekkt sem
- Dowicil 200, chloroallyl methenamine chloride
- N-(3-Chloroallyl)hexaminium chloride
- hexamethylenetetramine chloroallyl chloride
- chloroallyl chloride, 3,5,7-triaza-1-azoniaadamantane
- 1-(3-chloroallyl)-, chloride
- Sjá sér grein.
- Bronopol, kallast einnig
- 2-bromo-2-nitroproane-1,3-diol
- Sjá sér grein.
- 2-hydroxymethyl-2-nitro-1,3 propanediol (2-nitro-2-(hydroxymethyl)-1,3-propanediol). Einnig þekkt sem
- tris nitro, trimethylolnitromethane, nitroisobutylglycerol
- tris(hydroxymethyl)nitromethane.
- Sjá sér grein.
- Methenamine (Hexamethylene tetramine).
- Dimethylol dihydroxy ethylene urea (Dimethylol dihydroxyethyleneurea)
- Bakzid P.
- Biocide DS 5249.
- Dantoin MDMH.
- KM 103.
- Paraformaldehyde.
- Parmetol K50.
- Polyoxymethylene urea.
- Preventol D1, D2 og D3.
Tveir af formalínlosurunum hér að ofan, diazolidinyl urea og DMDM hydantoin, geta einnig framkallað ofnæmi á annan hátt en með losun formalíns. Það gera þeir með svokölluðu krossofnæmi við formalín sem þýðir að snerting við a.m.k. annan þessara ofnæmisvaka getur mögulega framkallað ofnæmissvörun sem komið væri í snertingu við formalin.
Ráð: Skolið gjarnan fatnað og rúmföt nokkrum sinnum í þvottavél fyrir notkun. Veljið helst fatnað sem ekki inniheldur blöndur heldur 100% bómull, nylon eða pólýester. Forðist straufrían varning. Forðist vörur með formalínlosurum (sjá að ofan). Lesið vel innihaldslýsingar og forðist vörur með formalíni sem oft eru merktar eftirfarandi merkingum: formaldehyde, formalin, formic aldehyde, methaldehyde, methyl aldehyde, methylene oxide, Nmethylol eða oxymethylene.