Skip to main content
Snertiofnæmi

Dimethylol dihydroxy ethylene urea (Dimethylol dihydroxyethyleneurea)

Eftir ágúst 10, 2016Engar athugasemdir

Þessi ofnæmisvaki er eins konar resin í straufríu taui svo sem skirtum, stífum skirtuflibbum, gluggatjöldum og rúmlökum. Resin er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Resín eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.

Efnið getur verið að finna í rayon, bómul, fíngerðu flauel (corduroy) og í hvaða gerviefni sem er.

Stundum er þetta efni notað til að hafa áhrif á litarefni í polyesterblönduðu taui.

Það getur losað frá sér formalín og getur þannig verið vandmál hjá þeim sem hafa ofnæmi fyrir því.

Þetta efni gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

2-Imidazolidinone, 4,5-dihydroxy-1,3- bis(hydroxymethyl)-
4,5-Dihydroxy-1,3-bis(hydroxymethyl)-2- imidazolidinone
5-25-02-00369 (Handbók Beilsteins)
BRN 0881343
CCRIS 4804
Dimethyloldihydroxyethyleneurea
Dimethylolglyoxalurea
DMDHEU
EINECS 217-451-6
Fixapret CPN
HSDB 4358
N,N’-Dimethylol-4,5- dihydroxyethyleneurea
N,N’-Dimethylolglyoxal monoureine
NCI-C60322
NS 11

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út