Skip to main content
Snertiofnæmi

Benzyl alcohol

Eftir apríl 1, 2013ágúst 7th, 2024Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni efni sem vinnur gegn bakteríum. Það er stundum notað sem rotvarnarefni og/eða til að drepa sveppi. Það er stundum að finna í stungulyfjum, augndropum, fljótandi lausnum fyrir munnhol og í ýmsum lyfjum m.a. sem seld eru án lyfseðils. Það er stundum einnig að finna í ýmsum snyrtivörum svo sem kremum, húðlausnum, hárlöðri, hárlitunarefnum, ilmefnum og ýmsum hreinsiefnum m.a. fyrir andlit. Efnið gefur litað andlit.

Benzyl alcohol er að finna í mörgum náttúrulegum vörum úr plöntum. Má þar nefna balsam of Peru (Sjá sér grein) og ilmolíur (essential oils) eins og t.d. goðaliljuolíu (hyacinth oil), jasmineolíu (Sjá sér grein) og ylang ylang olíu.

Benzyl alcohol er stundum notað sem leysiefni við myndaframköllun og er það einnig stundum notað í matariðnaði. Stundum er það að finna í tauvarningi (textiles), plasthimnum og bleki. Það er stundum notað til að leysa upp litarefni og er stundum að finna í sellulósaestra, sellulósaacetati, kasein, gelatíni, vaxi, shellac (Sjá sér grein) og fæliefnum (repellents).

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka hafa stundum einnig ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvökum en slíkt kallast krossofnæmi (allergic cross-reactivity). Benzyl alcohol getur myndað krossofnæmi við balsam of Peru (Sjá sér grein).

Benzyl alcohol hefur númerið  100-51-6 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á https://www.cas.org/cas-data/cas-registry.

Benzyl alcohol getur valdið snertibráðaofnæmi með þátttöku ónæmiskerfisins (immunological contact urticaria) (sjá nánar flipann „Ofnæmi„).

Efnið gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • Alpha‐Hydroxytoluene
  • Alpha‐toluenol
  • Benzenecarbinol
  • Benzenemethanol
  • Benzoyl alcohol
  • Benzyl alcohol
  • Hydroxytoluene
  • (Hydroxymethyl)benzene
  • Methanol, phenyl
  • Phenylmethyl alcohol
  • Phenylcarbinol
  • Phenylmethanol

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út