Skip to main content
Snertiofnæmi

Musk mix

Eftir apríl 1, 2013júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni blanda af musk xylene, musk ketone og musk moskene. Þessi efni eru svokölluð nitro musk gerviefni sem stundum eru notuð sem ilmefni í snyrtivörur, ilmvötn, festiefni í lausnum eftir rakstur, sápur og þvottaefni.

Þetta mix gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • Ketone
 • Moskene
 • Musk xylene
 • Musk ketone
 • Musk moskene
 • Xylene

Nú verður fjallað um hvert efni fyrir sig:

A. Musk ketone

Notin eru sem að ofan greinir.

Musk ketone hefur númerið 81-14-1 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Það gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 1‐[4‐(1,1‐dimethylethyl)‐2,6‐dimethyl‐3,5‐dinitrophenyl]ethanone
 • 2,6‐Dimethyl‐3,5‐dinitro‐4‐t‐butylacetophenone
 • 4‐tert‐butyl‐2,6‐dimethyl‐3,5‐dinitroacetophenone
 • Acetyl-dinitro-butyl-xylene
 • C14H18N2O5
 • Ketone musk

B. Musk moskene

Notin eru sem að ofan greinir.

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir musk moskene kunna að hafa svokallað krossofnæmi fyrir musk ambrette (Sjá sér grein um musk ambrette og vísindagrein Wojnarowska F og Calnan CD. Contact and photocontact allergy to musk ambrette. Br J Dermatol. 1986 Jun;114(6):667-75.). Þetta þýðir að komi ofnæmur einstaklingur fyrir musk moskene í snertingu við musk ambrette kann hann að fá ofnæmissvörun.

Musk ambrette getur valdið svokölluðu ljóssnertiofnæmi (sjá flipann „Ofnæmi“ og vísindagrein Wojnarowska F og Calnan CD. Contact and photocontact allergy to musk ambrette. Br J Dermatol. 1986 Jun;114(6):667-75.).

Musk moskene hefur númerið 116-66-5 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Musk moskene gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 1,1,3,3,5-Pentamethyl-4,6-dinitroindane
 • Moskene
 • Musk moskene solution

C. Musk xylene

Notin eru sem að ofan greinir.

Musk xylene hefur númerið 81-15-2 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Musk xylene gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 2,4,6‐Trinitro‐1,3‐dimethyl‐5‐tert‐butylbenzene
 • 5‐tert‐butyl‐2,4,6‐trinitro‐m‐xylene
 • Benzene, 1‐(1,1‐dimethylethyl)‐3,5‐dimethyl‐2,4,6‐trinitro‐
 • Musk xylol

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út