Skip to main content
Snertiofnæmi

Resorcinol

Eftir mars 30, 2013Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni efni sem vinnur gegn örverum og er stundum notað sem líkt og til sótthreinsunnar. Það er stundum að finna í útvortis varningi gegn húðsjúkdómum, ekki sýst til meðferðar þrymlabóla (acne)(sjá sér grein) og gegn sveppum. Resorcinol hefur kláðastillandi verkun útvortis. Þetta efni er einnig stundum notað í sólarvörn, brúnkukrem, Castellaníumálningu (Castellanis paint) og flösusjampó. Stundum er þetta sett í astmaspray, augndropa og endaþarmsstíla.

Resorcinol er stundum að finna í resínum sem er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Efni í þessum flokki eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.

Resorcinol er stundum einnig að finna í sprengiefni, vökvum til framköllunar og hárlitarefni. Það getur dekkt ljóst hár og valdið appelsínugulri eða brúnni mislitun lakkaðra nagla.

Resorcinol getur valdið krossofnæmi við fenól efni svo sem pyrogallol. Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

Þetta efni gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 1,3-Benzenediol
 • 1,3-Dihydroxybenzene
 • 3-Hydroxycyclohexadien-1-one
 • 3-Hydroxyphenol
 • 4-06-00-05658 (Úr Beilstein Handbook Reference)
 • AI3-03996
 • BRN 0906905
 • Benzene, 1,3-dihydroxy-
 • Benzene, m-dihydroxy-
 • C.I. 76505
 • C.I. Developer 4
 • C.I. Oxidation Base 31
 • CCRIS 4052
 • Caswell No. 723
 • Developer O
 • Developer R
 • Developer RS
 • Dihydroxybenzol
 • Durafur developer G
 • EINECS 203-585-2
 • EPA Pesticide Chemical Code
 • Eskamel
 • FEMA No. 3589
 • Fouramine RS
 • Fourrine 79
 • Fourrine EW
 • HSDB 722
 • NCI-C05970
 • NSC 1571
 • Nako TGG
 • m-Benzenediol
 • m-Dihydroxybenzene
 • m-Dioxybenzene
 • m-Hydroquinone
 • Pelagol Grey RS
 • Pelagol RS
 • Phenol, m-hydroxy-
 • RCRA waste number U201
 • Resorcin
 • Resorcine
 • Resorcinol
 • Resorcinolum
 • Resorzin
 • 071401

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út