Skip to main content
Snertiofnæmi

Pyrogallol

Eftir ágúst 10, 2016Engar athugasemdir

Þetta efni er aðeins lítillega notað við hárlitun í nútímanum því fallið hefur á það grunur um eiturverkanir. Það er stundum að finna í lit í saumþráðum í læknisfræði. Á rannsóknarstofum er það stundum notað við „gas analysis“.

Pyrogallol var stundum notað til framköllunar hér áður fyrr en hefur mest sagnfræðilega gildi í dag.

Efnið er notað til að æta (etching agent) yfirborð viðar. Það er einnig að finna í sumum tjörum.

Lýst hefur verið kross-ofnæmi pyrogallols við resorcinol. Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

Pyrogallol er þekkt a.m.k. undir eftirfarandi heitum:

1,2,3-Benzenetriol
1,2,3-Trihydroxybenzen (tékkneska)
1,2,3-Trihydroxybenzene
Benzene, 1,2,3-trihydroxy-
BRN 0907431
CCRIS 1940
CI 76515
CI Oxidation Base 32
C.I. Oxidation Base 32
EINECS 201-762-9
Fouramine Brown AP
Fourrine 85
Fourrine PG
HSDB 794
NSC 5035
Pyro
Pyrogallic acid
Pyrogallol (NF X)

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út