Skip to main content
Snertiofnæmi

m-Aminophenol (3-Aminophenol)

Eftir mars 30, 2013ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

m-Aphinophenol er arómatískt alkóhól sem notað er til að lita hár og felda. Það er einnig notað í framleiðslu lyfsins aminosalicylic acid sem er notað gegn berklum (tuberculostatic).

Efnið getur valdið krossofnæmi við snertiofnæmisvaka svokallaðra „para“ efna (para group of allergens). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við. „Para“ snertiofnæmisvakar samanstanda efnafræðilega af efnum með frían amínóhóp í „para“ stöðu á benzene hring.

Til ofnæmisvaldandi „para“ efna teljast m.a.:

– PABA (p-aminobenzoic acid) sem notað er í sólavörn gegn útfjólublárri geislun af B gerð (UVB),

– 4-phenylenediamine (para-pheneylenediamine eða PPD) sem er litarefni sem notað er til hárlitunar og til litunnar dýrafelda. Það er einnig stundum notað í ljósritunarvélar, í eldsneyti, í gúmmí- og plastiðnað, dökkar snyrtivörur, litarefni fyrir andlitshár, Henna míkrólitun (tattoo), fata- og feldalit, fitu, prentblek, olíur og í framköllunarvélar (Sjá sér grein),

– N-isopropyl-N’-phenyl-p-phenylenediamine (N-isopropyl-N’-phenyl-para-phenylenediamine eða IPPD) sem aftrar oxun gúmmís og er að finna í vörum tengdum gúmmíframleiðslu eins og gúmmíhönskum, skóm, smurningsolíum og fitu (Sjá sér grein),

– parabenum sem eru rotvarnarefni sem er stundum að finna í húðhreinsivörum eins og í sápum og sjampói, í snyrtivörum eins og mascara, augnblýöntum, varalit, kremum og hársnyrtivörum og í útvortis lyfjum eins og húðkremum til lækninga, augn- og eyrnadropum og kremum fyrir leggöng eða gegn gyllinæðum. Það kann einnig að finnast í tannkremi, plástrum, límum, rakakremi, nætur- eða dagkremi, brúnkukremi, skóáburðum, sólarvarnarkremum og farðaþurrkum (Sjá sér grein „paraben mix„),

– deyfilyfin para-aminosalicylic acid ester og benzocaine en hið síðarnefnda er notað útvortis í vörur t.d. gegn gyllinæðum, munnholsvandamálum, hósta, fótavandamálum, bruna og í sár,

– súlfalyf (sulfonamides og sulfanilamide),

– azo litarefni (azo dyes) svo sem taulitarefnið disperse orange 3. Azoefni eru einnig bætiefni í matvælum (food additives) en þá er þeim gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Azo litarefni hafa E númerin E102, 107, 110, 122-124, 129, 151, 154, 155 og 180 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm,

– para-aminophenol sem er stundum notað í hárlitarefni, til að lita fiður og feldi og til svart/hvítrar framköllunnar (sjá nánar grein „p-aminophenol„),

– para-toluenediamine sem er hárlitunarefni sem getur valdið snertiofnæmi sérstaklega hjá hárgreiðslufólki. Það er einnig notað sem litarefni í gúmmíiðnaði og í súlfurlitum (sulfuric dyes) (sjá grein „Toluene-2,5-diamine sulfate„),

– para-aminoazobenzene sem er litarefni fyrir lakk og stundum notað í vaxvörur og skordýraeitur. Það er einnig notað sem milliefni (intermediate) í framleiðslu acid yellow, „diazo“ lita og er stundum að finna í gulu litarefni og bleki m.a. í bleksprautuprenturum og

– 4,4′-diaminodiphenylmethane sem er notað til herðingar á epoxý resínum (sjá flipann „Bisphenol A epoxy resin„) og uretan elastomera. Það aftrar riði og er að finna í gúmmívörum. Einnig er það stundum að finna í lími, málningu, bleki, vörum úr pólývínýlklóríð (PVC), handtöskum, gleraugnaumgjörðum, plastskartgripum, hárnetum, eyrnatólum, skósólum o.fl.

m-Aminophenol hefur númerið 591-27-5 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

m-Aminophenol gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 3-Aminophenol
 • CI 76545
 • Phenol, 3-amino-
 • 1-Amino-3-hydroxybenzene
 • 3-Amino-1-hydroxybenzene
 • 3-Aminophenol
 • 3-Hydroxyaniline
 • AI3-14871
 • BASF ursol EG
 • C.I. 76545
 • C.I. Oxidation Base 7
 • CCRIS 4145
 • CI 76545
 • CI Oxidation Base 7
 • EINECS 209-711-2
 • Fouramine EG
 • Fourrine 65
 • Fourrine EG
 • Furro EG
 • Futramine EG
 • HSDB 2586
 • Meta‐Aminophenol
 • m-Aminophenol
 • Nako TEG
 • NSC 1546
 • Pelagal eg
 • Pelagol EG
 • Phenol, 3-amino-
 • Phenol, m-amino-
 • Renal EG
 • Tertral EG
 • Ursol EG
 • Zoba EG
 • m-Aminofenol (tékkneska)
 • m-Aminophenol
 • m-Hydroxyaminobenzene
 • m-Hydroxyaniline
 • m-Hydroxyphenylamine
 • Phenol, m-amino-
 • Phenol, 3-amino-

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út