Skip to main content
Snertiofnæmi

Paraben mix

Eftir maí 30, 2012ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Hér eru á ferðinni eftirfarandi ofnæmisvakar prófaðir í blöndu:

  • Methyl-4-hydroxybenzoate eða Methyl-p-hydroxybenzoate
  • Ethyl-4-hydroxybenzoate eða Ethyl-p-hydroxybenzoate
  • Propyl-4-hydroxybenzoate eða Propyl-p-hydroxybenzoate
  • Butyl-4-hydroxybenzoate eða Butyl-p-hydroxybenzoate

Parabenar eru rotvarnarefni sem er stundum að finna í húðhreinsivörum eins og í sápum og sjampói, í snyrtivörum eins og mascara, augnblýöntum, varalit, kremum og hársnyrtivörum og í útvortis lyfjum eins og húðkremum til lækninga, augn- og eyrnadropum og kremum fyrir leggöng eða gegn gyllinæðum. Það kann einnig að finnast í tannkremi, plástrum, límum, rakakremi, nætur- eða dagkremi, brúnkukremi, skóáburðum, sólarvarnarkremum og farðaþurrkum.

Óvanalegt er að þeir sem hafa húðofnæmi fyrir parabenum versni er þeir neyta þess. Sælgæti (sérlega hlaup), gosdrykkir, tómatsósur, frystar mjólkurvörur, ávaxtasafar, marineraður fiskur, mæjónes, sinnep, salad dressing og kryddaðar pylsur eru stundum rotvarin með parabenum. Sumir framleiðendur gefa parabena til kynna á vörum sínum með E-númerum (sjá nánar á http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm).

Algeng númer fyrir parabena eru:

E214 Ethyl p-hydroxybenzoate
E216 Propyl p-hydroxybenzoate
E218 Methyl p-hydroxybenzoate

Einn paraben hefur bæst við í hópinn sem er ekki prófaður í ofnæmisprófinu og heitir sá benzyl-p-hydroxybenzoate.

Stundum eru önnur heiti notuð en að ofan greinir fyrir parabenana, t.d.:

  • Methyl p-hydroxybenzoate: 4-hydroxybenzoic acid methyl ester, methyl parahydroxybenzoate, methylparaben eða p-methoxycarbonylphenol.
  • Ethyl p-hydroxybenzoate: 4-hydroxybenzoic acid ethyl ester, ethyl p-oxybenzoate, ethylparaben eða p-carbethoxyphenol.
  • Propyl p-hydroxybenzoate: 4-hydroxybenzoic acid propyl ester eða propylparaben.
  • Butyl p-hydroxybenzoate: 4-hydroxybenzoic acid butyl ester eða Butylparaben.
  • Benzyl p-hydroxybenzoate: Benzylparaben, p-hydroxybenzoic acid benzyl ester eða phenylmethyl 4-hydroxybenzoate.

Aðrar merkingar á parabenum geta m.a. verið:

  • Germaben II
  • Lexgard
  • Liqua Par
  • Nipagin
  • Nipastat
  • Parahydroxybenzoate / Parahydroxybenzoic acid
  • Parasept
  • Perservaben
  • Phenonip
  • Protaben
  • Undebenzofene-C.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út