Skip to main content
Snertiofnæmi

Bensósýra (benzoic acid)

Eftir mars 29, 2013ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Sjá einnig greinina „Matarofnæmi„.

Bensósýra er efni sem notað er sem bætiefni til að rotverja matvæli. Bætiefnum (food additives) í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Bensósýra hefur E númerið 210 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm. Rotvörn sýrunnar er bæði gegn sveppum og bakteríum. Ekki er óalgengt að súr matvæli eins og sýrðar gúrkur, ákvaxtasafar og gosdrykkir séu varin með bensósýru.

Sýran er stundum einnig notuð í ýmiss konar snyrtivörur, ilmvötn, tannkrem, lyf og krem til að verja þessar vörur gegn ágegni sveppa og baktería.

Bensósýra kemur stundum einnig við sögu við framleiðslu tóbaks (curing of tobacco) og er hana stundum einnig að finna í plastandi efnum (plasticizers). Slíkum efnum er bætt í við framleiðslu efna til að auka plasteiginleika eða vökvaeiginleika þeirra.

Bensósýra getur valdið krossofnæmi við balsam of Peru (sjá sér flipa). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

Bensósýra gengur a.m.k. undir eftirfarandi heitum:

 • AI3-0310
 • AI3-03710
 • Acide benzoique
 • Acide benzoique (á frönsku)
 • Acido benzoic
 • Acido benzoico (á ítölsku)
 • Benzenecarboxylic acid
 • Benzeneformic acid
 • Benzenemethanoic acid
 • enzoate
 • Benzoate (VAN)
 • Benzoesaeure
 • Benzoesaeure GK
 • Benzoesaeure GV
 • Benzoesaeure (á þýsku)
 • Benzoic acid
 • Benzoic acid (natural)
 • Benzoic acid, tech.
 • CCRIS 1893
 • Carboxybenzene
 • Caswell No. 081
 • Diacylic acid
 • Dracylic acid
 • E 210
 • EINECS 200-618-2
 • EPA Pesticide Chemical Code 009101
 • FEMA No. 2131
 • Flowers of Benjamin
 • Flowers of benzoin
 • HA 1
 • HA 1 (acid)
 • HSDB 704
 • Kyselina benzoova
 • Kyselina benzoova (á tékknesku)
 • NSC 149
 • Oracylic Acid
 • Phenylcarboxylic acid
 • Phenylformic acid
 • Retarded ba
 • Retarder BA
 • Retardex
 • Salvo
 • Salvo liquid
 • Solvo powder
 • Tenn-Plas
 • Unisept BZA

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út