Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Kælifitueyðing eða fitufrysting (cryolipolysis)

Eftir október 9, 2013september 13th, 2022Engar athugasemdir

Hvað er kælifitueyðing?
Kælifitueyðing eða fitufrysting byggir á kælingu fitufruma niður í -5°C til +5°C en þetta hitastig þola fitufrumurnar illa og eyðast á náttúrulegan hátt. Upphaf rannsókna með kælifitueyðingu er að rekja til þeirra Dr. Dieter Manstein og Dr. R. Rox Anderson á Harvard Medical School í Boston í Bandaríkjunum.

Við hverju er kælifitueyðing notuð?

Kælifitueyðing eða fitufrysting er notuð til að eyða fitufrumum í fitufellingum hvar sem er á líkamanum, ekki síst á kvið og baki. Þessar fellingar hafa tilhneygingu til að haldast þegar þær hafa einu sinni myndast þrátt fyrir megrun.

Markmið meðferðarinnar er að minnka fitufellingarnar og endurmóta þannig líkamslínur (reshaping/body sculpturing).

Rannsóknir

Allir sem koma til okkar í kælifitueyðingu eru fyrst metnir af lækni. Vissar frábendingar (contra-indications) eru til fyrir meðferðinni. Í sumum tilfellum reynist nauðsynlegt að rannsaka hvort læknisfræðileg ástæða liggi að baki fitusöfnuninni.

Meðferðin hefur ekki áhrif á blóðfitu eða lifrarstarfsemi (sjá vísindagrein eftir Klein KB et al á ensku: Non-invasive cryolipolysis for subcutaneous fat reduction does not affect serum lipid levels or liver function tests. Lasers in Surgery and Medicine 41:785–790, 2009).

Meðferðina er hægt að framkvæma óháð hörundslit.

Framkvæmd

Sérstökum himnum sem aftra frosti (anti-freezing membranes) er komið fyrir á húðinni yfir þeim fitufellingum sem á að meðhöndla. Fellingunum er síðan komið fyrir í meðferðarhausum sem umlykja fellingarnar og kæla þær á meðan himnurnar aftra því að húðin verði of köld.

Þessi meðferð veldur kuldatilfinningu þegar kælingin hefst en hún hverfur síðan vegna deyfandi áhrifa kuldans. Mögulegar aukaverkanir standa tímabundið og eru staðbundnar en þær geta verið roði, minni háttar mar, dofi, nálastingur, vægur kláði eða bólga. Myndist dofi getur hann haldist í nokkrar vikur eftir meðferðina. Meðferðin tekur mismunandi langan tíma eftir umfangi en er oft u.þ.b. 60 mínútur.

Æskilegt er að roði svo sem eftir sól sé ekki til staðar á meðferðarsvæðinu við meðferð. Valdi meðferðin vægum roða skal forðast sól á svæðið þar til hann hefur horfið.

Meðferðin er áhættulaus, örfrí og unnt er að snúa sér samdægurs til vinnu að henni lokinni.

Við mælum með að fólk taki með sér lestrarefni eða fartölvu en einnig er einfaldlega hægt að leggja sig á meðan á meðferð stendur.

Hvenær kemur árangurinn í ljós og hve lengi varar hann?

Árangurinn kemur hægt og rólega og er álitið að fitufrumurnar eyðis enn frekar næstu 4-6 mánuðina eftir meðferðina.  Rannsókn byggð á ómun hefur sýnt að 25,5% af fitunni hefur horfið 6 mánuðum eftir meðferðina (sjá vísindagrein eftir Coleman SR et al. á ensku: Clinical efficacy of noninvasive cryolipolysis and its effects on peripheral nerves. Aesthetic Plast Surg 2009; 33(4):482–8).

Fjöldi meðferðaskipta er misjafn eftir tilfellum.

Árangurinn er endanlegur eða mjög varanlegur. Æskilegt er að líkamsrækt (ganga eða aðrar líkamsæfingar) sé stunduð samhliða og að mataræði sé viðeigandi til að halda árangrinum. Meðferðin krefst þessa þó ekki.

Meta þarf hvert tilfelli af lækni til að tryggja sem bestan mögulega árangur. Sé um að ræða fitusöfnun sem myndar ekki fellingar á „hljóðfitueyðing“ með eða án kælifitueyðingar frekar við og í völdum tilfellum „ELOS-Endermologie“ aðferðin.

Af athygli kunnna að vera þessar greinar:

Hljóðfitueyðing (Cavitation, high-intensity focused ultrasound (HIFU eða HIFUS), high-intensity low-freqency focused ultrasound eða focused ultrasound (FUS))
Meðferð með ELOS-Endermologie
Appelsínuhúð (cellulitis) og fitufellingar
Húðslit, t.d. vegna…
Andlitslýti vegna hrukkna og fellinga
Húðslípun
Húðslit
Peel
Slök húð m.a. í andliti..
Meðferð með FACES-ELOS
Fellingar á hálsi
Áberandi andlitsfellingar

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út