Skip to main content
Snertiofnæmi

Gull (gold sodium thiosulfate, sodium thiosulfoaurate, goldsodiumthiosulfate eða gold(I)sodium thiosulfate dihydrate)

Eftir júní 18, 2013Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni gullafleiða sem notuð er til að snertiofnæmisprófa fyrir gulli en gull er gulur og mjúkur málmur.

Flestar ofnæmissvaranir fyrir gulli verða vegna skartgripa. Á það skal bent að stundum eru aðrir málmar en gull í gullskartgripum sem valda ofnæmi (sjá greinina Nickel sulfate hexahydrate (nikkel)).

Gull er stundum að finna í margs kynns iðnvarningi svo sem í rafbúnaði, hitapúðum (heating pads) til afklórunnar vatns og í keramíkvörum. Það er stundum notað við sútun leðurs og til að fjarlægja joðbletti. Það kemur við sögu við framköllun filmna.

Gull er notað innan tannlækninga í tannefni (dental materials) eins og krónur, brýr og góma. Gulli var a.m.k. hér áður fyrr sprautað í liði til meðferðar liðagigtar (rheumatoid arthritis) en í dag er það að finna innan margra greina læknisfræðinnar.

Þeir sem starfa með gull hafa meiri tilhneygingu til að mynda ofnæmi fyrir því.

Gull hefur númerið 10233-88-2 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html.

Gull gengur einnig a.m.k. undir eftirfarandi heitum:

 • AI3-01237
 • Aurocidin
 • Aurolin
 • Auropex
 • Auropin
 • Aurosan
 • Aurothion
 • Bis[monothiosulfato‐(2‐)‐O,S]aurate(3‐) trisodium
 • Bis[monothiosulfato)aurate(3‐) trisodium
 • Chlorine Control
 • Chlorine Cure
 • Crisalbine
 • Crytion
 • Declor-It
 • Disodium thiosulfate
 • Double thiosulfate of gold and sodium
 • EINECS 231-867-5
 • HSDB 592
 • „Hypo“
 • Hypo (VAN)
 • Hyposulfite of gold and sodium
 • Novacrysin
 • NSC 45624
 • S-Hydril
 • Sanochrysine
 • Sodium aurothiosulfate
 • Sodium hyposulfite
 • Sodium thiosulfate
 • Sodium thiosulfate (Na2S2O3)
 • Sodium thiosulfate anhydrous
 • Sodium thiosulphate (Na2S2O3)
 • Sodium oxide sulfide (Na2S2O3)
 • Sodium thiosulfatoaurate
 • Sodothiol
 • Solfocrisol
 • Thiochrysine
 • Thiosulfuric acid (H2S2O3), gold(1+) sodium salt (2:1:3)

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út