Skip to main content
Snertiofnæmi

Nickel sulfate hexahydrate (nikkel)

Eftir maí 30, 2012maí 8th, 2023Engar athugasemdir

Nikkel er einn algengasti málmurinn í umhverfi okkar. Hann er talinn valda fleiri ofnæmissvörunum en allir aðrir málmar teknir saman. Álitið er að margir fái ofnæmi fyrir málminum er göt eru gerð fyrir skartgripi. Nikkel getur verið að finna í skartgripum eins og:

 • keðjum
 • hringum og eyrnalokkum
 • mynt
 • gleraugnaumgjörðum
 • lyklum
 • málmhnöppum
 • rennilásum
 • lit í málningu og veggfóður
 • rafmagnsvírum
 • rafhlöðum
 • snyrtivörum
 • grænum litum
 • áhöldum
 • borðbúnaði
 • vélum
 • olíu til að kæla málma séu þeir skornir
 • tannlækningaefnum
 • efnivið til bæklunarlækninga
 • rakvélum
 • skærum
 • ryðfríu stáli og úrum

Stundum er því bætt i eldsneyti.

Ódýrir skartgripir eru stundum húðaðir með málmblöndu en er hún eyðist með tímanum kemur hrárri málmur undir húðinni í ljós sem kann að innihalda nikkel og valda ofnæmi. Nikkel kann einnig að vera til staðar í efniviðnum til húðunarinnar og þannig í húð gripsins. 18 karata gull ætti ekki að innihalda nikkel.

Hægt er að kanna hvort hlutir innihaldi nikkel með því að gera útvortis próf á þeim með svokölluðu Dimethylglyoxime prófi. Í prófinu er efni/efnum nuddað með bómullarpinna á hlutinn sem er verið að prófa og ef bómullinn litast bleikur inniheldur gripurinn nikkel. Þeim mun sterkari bleikur litur sem verður þeim mun meira er af nikkel í viðkomandi grip. Þetta próf er hægt að kaupa í sumum apótekum á Íslandi og gott að gera til að unnt sé að forðast gripi sem innihalda nikkel. Stundum skýrist t.d. handaexem af einum stökum grip í umhverfi viðkomandi, t.d. lykli eða hanka á skáp.

Ýmiss konar matur inniheldur nikkel og getur mögulega valdið húðofnæmi. Leiki grunur á því er nauðsynlegt að ofnæmisprófa fyrir ofnæmisvakanum. Til gamans eru hér 2 netsíður með fræðslu varðandi mat o.fl. en vakin skal athygli á að sama fæðutegundin getur ýmisst verið bönnuð eða leyfð eftir síðum og því æskilegt að leita næringarfræðings sé um ofnæmi að ræða:

http://nickelfreelife.com/nickel-allergy-information.php og http://www.nickelallergyinformation.com/

Antabus lyfið dísúlfíram minnkar magn nikkels sem frásogast frá meltingarveginum inn í líkamann. Bæði C-vítamín og hátt járnmagn í mat eru einnig álitin minnka nikkelfrásogið en varast ber járngjöf nema undir eftirliti læknis. Sum lyf innihalda nikkel.

Sumar snyrtivörur innihalda nikkel, ekki síst mascarar. Eftirfarandi er listi yfir nokkra mascara sem eru án nikkels (framleiðandans er getið fyrir aftan heiti þeirra):

 • almay intense i-color mascara – lengthening (all shades), revlon
 • almay intense i-color play-up volumizing mascara (all shades), revlon
 • almay intense i-color volumizing mascara, revlon
 • almay one coat lengthening mascara, revlon
 • almay one coat thickening mascara, revlon
 • almay one coat thickening waterproof mascara, revlon
 • almay one coat triple effect mascara, revlon
 • almay one coat triple effect waterproof mascara, revlon
 • almay pure blends volumizing mascara, revlon
 • avon color mascara astonishing lengths waterproof, avon
 • avon color mascara astonishing long and rich, avon
 • avon color mascara daring curves waterproof, avon
 • avon color mascara daring curves, avon
 • avon color mascara false lash effect, avon
 • avon color mascara lash designer, avon
 • avon color mascara mistake proof, avon
 • avon color mascara superfull, avon
 • avon color mascara supershock, avon
 • avon color mascara uplifting, avon
 • avon color perfect wear lash supreme mascara, avon
 • avon mark color hook up comb out lash lifting mascara, avon
 • avon mark color hook up fiberlash base mascara, avon
 • avon mark color hook up lash splash waterproof mascara, avon
 • avon mark color hook up scanda-lash mascara, avon
 • avon mark color lash and brow gloss, avon
 • bareminerals big tease mascara – black, bare escentuals
 • bareminerals brushless mascara – black, bare escentuals
 • bareminerals flawless definition mascara – black, bare escentuals
 • bareminerals flawless definition mascara – espresso, bare escentuals
 • bareminerals lash builder, bare escentuals
 • boots no7 maximum volume mascara, boots retail usa, inc.
 • boots no7 maximum volume waterproof mascara, boots retail usa inc.
 • clinique naturally glossy mascara, estee lauder
 • cover girl fantastic lash mascara, straight and curved brush–all shades, procter & gamble
 • cover girl fantastic lash waterproof mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl lash blast mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl lash blast waterproof mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl lash exact mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl lash exact waterproof mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl professional all in one mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl professional waterproof mascara-all shades, procter & gamble
 • cover girl queen collection volume mascara-all shades, procter & gamble
 • estee lauder double wear zero smudge lenghtening mascara – all shades
 • estee lauder lash xl maximum length mascara
 • estee lauder magnascopic maximum volume mascara – all colors, estee lauder
 • estee lauder more than mascara – all shades
 • estee lauder projectionist mascara – all colors
 • estee lauder sumptuous bold volume lifting mascara – all shades
 • estee lauder turbolash all effects motion mascara – all shades
 • estee lauder waterproof mascara – all colors
 • l’oreal paris double extend waterproof mascara black
 • l’oreal paris lash out mascara black, l’oreal
 • l’oreal paris lash out waterproof mascara black, l’oreal
 • l’oreal paris panoramic curl mascara black
 • l’oreal paris panoramic curl waterproof mascara black
 • l’oreal paris telescopic mascara carbon black, l’oreal
 • l’oreal paris telescopic mascara clean definition black
 • l’oreal paris telescopic original mascara black, l’oreal
 • l’oreal paris voluminous full-definition mascara black
 • l’oreal paris voluminous original mascara black
 • mac loud lash, estee lauder
 • mac studio lift lash – all shades, estee lauder
 • mac zoom fast black lash, estee lauder
 • macpro longlash – all shades, estee lauder
 • mary kay lash lengthening mascara, mary kay inc.
 • mary kay ultimate mascara, mary kay
 • mary kay waterproof mascara, mary kay inc.
 • max factor lash lift mascara-all shades, procter & gamble
 • max factor no color mascara, procter & gamble
 • max factor stretch and sepearate waterproof mascara-all shades, procter & gamble
 • max factorlash lift mascara, procter & gamble
 • osmotics fns nutrilash lash and brow enhancer, osmotics
 • physicians formula organic wear 100% natural original mascara-all shades
 • physicians formula plump potion lash plumping & stimulating mascara-all shades
 • vmv hypoallergenics ooh-la-lash

Nikkel gengur einnig undir eftirfarandi nöfnun:

 • Nickel sulphate
 • nickel sulfate
 • blue salt
 • carbonyl nickel powder
 • nickel, nickel (II) sulfate hexahydrate
 • nickel monosulfate hexahydrate
 • sulfuric acid
 • nickel (2+) salt
 • hexahydrate
 • single nickel salt
 • niccolum sulfuricum

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út