Skip to main content
Snertiofnæmi

Bacitracin

Eftir júní 14, 2013júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Bacitracin er sýkalyf sem gjarnan er notað til að aftra sýkingum t.d. í sárum eftir skurðaðgerðir eða eftir lagningu húðflúra (tattoo). Það er a.m.k. notað á húð, slímhimnur, í eyru og í augu. Það er til á margs konar lyfjaformum, m.a. sem dropar, krem, lausnir og smyrsli. Það er virkt gegn bakteríum sem litast Gram jákvætt á svokölluðu Grams prófi (gram-positive bacterias) sem er stundum notað til að lita bakteríur á sýklarannsóknarstofum.

Hjá börnum er Bacitracin stundum gefið í vöðva til meðferðar lungnabólgu. Bacitracin er stundum að finna í dýrafóðri.

Bacitracin getur valdið snertibráðaofnæmi (contact urticaria) með þátttöku ónæmiskerfisins (immunological contact urticaria) (sjá greinina „Ofnæmi„). Þetta þýðir að Bacitracin getur valdið bráðri ofnæmissvörun fyrir utan að geta valdið snertiofnæmi sem tekur yfirleitt langan tíma að koma fram (sjá greinina „Ofnæmi„).

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka hafa stundum einnig ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvaka en slíkt kallast krossofnæmi (allergic cross-reactivity). Bacitracin getur myndað krossofnæmi við sýklalyfin polymyxin B sulfate og neomycin sulfate (sjá sér grein um neomycin sulfate).

Bacitracin er ekki penicillínlyf og er því óhætt að nota það hafi maður ofnæmi fyrir penicillíni.

Bacitracin hefur númerið 1405-87-4 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

 

Bacitracin gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • Agfivin
  • Altracin
  • Ayfivin
  • Baciim
  • Baciquent
  • Bacitracin zinc salt
  • Citracin
  • EINECS 215-786-2
  • Fortracin
  • HSDB 6418
  • Mycitracin
  • Penitracin
  • Topitracin
  • USAF CB-7
  • Zutracin

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út