Skip to main content
Snertiofnæmi

Neomycin sulphate

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni sýklalyf sem notað er útvortis á húð til að vinna gegn bakteríum en einnig stundum í nef- eða augndropa. Stundum er þetta sýklalyf einnig að finna í efnivið til tannlækninga, sérlega í rótfyllingum. Neomycin sulphate er einnig stundum notað í svitalyktaeyða, snyrtivörur dýrafóður, sápur og til dýralækninga.

Neomycin sulphate er EKKI penicillin og þannig þolist penicillin hafi fólk ekki jafnframt ofnæmi fyrir því.

Til er svokallað krossofnæmi (allergic cross-reactivity) þannig að þeir sem hafa ofnæmi fyrir neomycin sulphate kunna þá einnig að hafa ofnæmi fyrir einhverju eftirtalinna sýklalyfja:

 • streptomycin
 • gentamicin
 • framycetin
 • dihydrostreptomycin
 • kanamycin
 • spectinomycin
 • tobramycin
 • paromomycin
 • butirosin
 • sisomycin
 • bacitracin

Neomycin er oft notað útvortis í blöndu með bacitracin (sjá sér grein um bacitracin) en þeir sem hafa ofnæmi fyrir neomycin sulphate hafa stundum einnig ofnæmi fyrir bacitracin. Hvað innvortis lyf varðar hefur trúlega gentamicin mesta þýðingu því það er stundum gefið í æð með penicillini á sjúkrahúsum.

Neomycin sulphate gengur stundum undir eftirfarandi nöfnum:

 • Neomycin sulfat
 • Neomycin B sulfate
 • Biosol
 • Mycifradin sulphate
 • Myacyne
 • Mycifradin
 • Neloate
 • Neodecyllin
 • Neomas
 • Neomin
 • Neomycin undecylenate
 • Neomixr 325 og neomixr AG 325
 • Nivemycin
 • Pimavecort
 • Sofra-Tulle
 • Soframycin
 • Vonamycin Powder V

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út