Skip to main content
Snertiofnæmi

Methyl methacrylate

Eftir apríl 1, 2013Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni akrýlat sem notað er í framleiðslu plastefna með akrýlresíngrunni en resín er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Resín eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.

Efnið er stundum notað í framleiðslu akrýlata- og ýruefna pólímera, akrýlatþræði, akrýlatafilmur, blek, leysigrunnuð lím (solvent-based adhesives) og í polyvinyl chloride.

Methyl methacrylate er að finna í bílaiðnaði þar sem það er notað til húðunnar og til þéttingar. Það er jafnframt að finna í leðri, taugi, akrýlatalímum m.a. í plástrum, latexmálningu, lakki og smeltlakki (enamel resins).

Í læknisfræði er methyl methacrylate notað til að líma saman bein, í úðalím og í heyrnartæki. Í tannlækningum er þetta akrýlat að finna í tannefnum (dental materials) svo sem heilgómum (dentures), bráðabirgðakrónum, fyllingum og stundum í skeljum (veneers).

Methyl methacrylate er stundum að finna í lími fyrir gervineglur.

Methyl methacrylate hefur númerið 80-62-6 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

Methyl methacrylate gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • 2-(Methoxycarbonyl)-1-propene
  • 2-Methyl-2-propenoic acid methyl ester
  • 2-Methylacrylic acid, methyl est
  • 2-Propenoic acid, 2-methyl-, methyl ester
  • 4-02-00-01519 (Úr Beilstein Handbook Reference)
  • Acrylic acid, 2-methyl-, methyl ester
  • AI3-24946
  • BRN 0605459
  • CCRIS 1364
  • EINECS 201-297-1
  • Diakon
  • HSDB 195
  • Methacrylic acid, methyl ester
  • Methylmethacrylate
  • Methyl 2-methylpropenoate
  • Methyl 2-methyl-2-propenoate
  • Methyl methacrylate monomer
  • „Monocite“ Methacrylate monomer
  • MMA
  • MME
  • NCI-C50680
  • NSC 4769
  • RCRA waste no. U162
  • UN1247

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út