Skip to main content
Snertiofnæmi

dl alpha tocopherol (tocopherol)

Eftir apríl 1, 2013ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Þetta efni er verksmiðjuframleitt (synthetic) vítamín E. Það er notað víða vegna þráavarnareiginleika sinna.

dl alpha tocopherol er stundum að finna í ýmsum snyrtivörum eins og kremum (m.a. í kringum augun), húðmjólk og hársnyrtivörum. Það er einnig stundum að finna í barnaþurrkum, varasalva, lyfjum til útvortis nota, t.d. til að drepa sveppi eða til að auka gróningu og minnka ör eftir skaða eins og bruna. Þetta efni er einnig stundum að finna í stungulyfjum t.d. til bólusetninga, vörum til raksturs, sápum, hreinsiefnum og sólarvarnarkremum.

Vegna þráavarnareiginleika sinna er dl alpha tocopherol stundum einnig að finna sem bætiefni (food additive) í matvælum eins og t.d. grænmetisolíum, hnetum og whole grains (sjá nánar um whole grains á http://www.wholegrainscouncil.org/). Slíkum bætiefnum í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. alpha tocopherol hefur E númerið 307 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.

dl alpha tocopherol hefur númerið 10191-41-0 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

dl alpha tocopherol gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 2H-1-Benzopyran-6-ol, 3,4-dihydro-2,5,7,8 tetramethyl-2-((4R,8R)-4,8,12-trimethyltridecyl)-, acetate, (2R)-rel-)
 • All-rac-alpha-Tocopheryl acetate
 • Alpha-Tocopherol acetate
 • CCRIS 6054
 • DL-alphatocopherol
 • DL-alpha-Tocopherol acetate
 • DL-alpha-Tocopheryl acetate
 • Ephynal
 • EINECS 257-757-7
 • Syntopherol acetate
 • Tocopherol acetate
 • Tocopheryl linoleate
 • Tocopheryl nicotinate
 • Vitamin E acetate dl-form
 • (+-)-alpha-Tocopherol acetate

Af athygli getur verið grein um skylt efni:

Tocopheryl acetate

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út