Skip to main content
Snertiofnæmi

Natríumbensóat (Sodium benzoate)

Eftir mars 29, 2013ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

Hér er að ferðinni efni sem er stundum notað sem bætiefni í matvæli til að rotverja þau. Bætiefnum (food additives) í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Natríumbensóat hefur E númerið 211 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.  Það er ekki óalgengt að finna natríumbenzóat í súrum matvælum eins og gosdrykkjum, ávaxtasöfum, sultum, edikgrunnuðum salatsósum (dressing), hlaupi, sýrðum ávöxtum eins og gúrkum og kryddum eða sósum (condiments). Sýran finnst af náttúrunnar hendi í trönuberjum (cranberries), eplum, kanil og hvítlauk.

Natríumbensóat er stundum einnig að finna í sápum, sjampói, alkóhólgrunnuðum munnskolvökvum, hóstamixtúrum og silfurfægilegi.

Þessa ofnæmisvaka er stundum einnig að finna í snyrtivörum og lyfjum.

Fyrir utan snertiofnæmi getur natríumbenzóat einnig valdið snertibráðaofnæmi án þátttöku ónæmiskerfisins (non-immunological contact urticaria) (sjá greinina „Ofnæmi„).

Natríumbenzoat gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • AI3-07835
 • Antimol
 • Benzoan sodny
 • Benzoan sodny (tékkneska)
 • Benzoate of soda
 • Benzoate sodium
 • Benzoesaeure (na-salz)
 • Benzoesaeure (na-salz) (þýska)
 • Benzoic acid, sodium salt
 • CCRIS 3921
 • Caswell No. 746
 • E211
 • EINECS 208-534-8
 • EPA Pesticide Chemical Code 009103
 • FEMA No. 3025
 • FEMA Number 3025
 • HSDB 696
 • NaC6H5CO2
 • Natrium benzoicum
 • Sobenate

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út