Skip to main content
Snertiofnæmi

Glyceryl monothioglycolate (Glyceryl thioglycolate eða GMTM)

Eftir mars 30, 2013Engar athugasemdir

Súr „hárpermanent“ (acid permanent waves) eru „permanent“ nútímans. Glyceryl monothioglycolate er afoxari (reducing agent) og þáttur í svokölluðum „developer“ lausnum sem eru gjarnan notaðar við slík „permanent“.

Þessi ofnæmisvaki er álitinn geta verið til staðar í hári mánuðum saman og valdið ofnæmi.

Hárgreiðslufólk sem fær ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka er ráðlagt að koma ekki nálægt hári þeirra sem hafa fengið súrt „permanent“ með þessum ofnæmisvaka í nokkra mánuði eftir að súra „permanentið“ var sett í.

Not þessa ofnæmisvaka er að mestu á hárgreiðslustofum.

Glyceryl monothioglycolate gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • Acetic Acid, Mercapto-Monoester with 1,2,3-Propane-triol
 • Acid permanent waves
 • EINECS 250-264-8
 • Glycerol monomercaptoacetate
 • Glyceryl monothioglycolate
 • Glyceryl thioglycolate
 • Hot permanent waves
 • Mercaptoacetic acid, Monoester with 1,2,3-Propane-triol
 • Mercaptoacetic acid, monoester with propane-1,2,3-triol

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út