Skip to main content
Snertiofnæmi

Chloroacetamide (2-Chloroacetamide)

Eftir mars 30, 2013Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni rotvarnarefni sem er notað í iðnaði eins og pappírs- og tauiðnaði fyrir vax og efni sem eru tilbúnar fjölliður (synthetic polymers). Það er einnig stundum notað í vökva til litunnar á grænmeti. Það er stundum borið á leður þegar það er þurrkað og geymt. Þetta efni er einnig stundum að finna í límum og kælivökvum á vélum (cooling fluids).

Chloroacetamide er einnig notað til að rotverja snyrtivörur og útvortis krem með lyfjum. Þannig er það stundum notað t.d. í ýmsar hársnyrtivörur, hárlöður og í baðmjólk.

Chloroacetamide getur valdið svokölluðu loftbornu snertiofnæmi (airborne contact allergy). Það setur sig þá gjarnan á þau svæði líkamans þar sem húð er ber eða í slímhimnur öndunarfæra.

Þessi ofnæmisvaki gengur einnig a.m.k. undir eftirfarandi nöfnum:

 • 2-Chloracetamide
 • 2-Chloroacetamide
 • 2-Chloroethanamide
 • 4-02-00-00490 í Beilstein Handbook Reference
 • AI3-60133
 • alpha-Chloroacetamide
 • BRN 0878191
 • Chloro acetamide
 • Chloracetamid
 • Chloracetamid (þýska)
 • Chloracetamide
 • Chloroacetamide
 • EINECS 201-174-2
 • HSDB 7449
 • Mergal AF
 • Microcide
 • Microcide Mergal AF
 • NSC 54286
 • USAF DO-29

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út