Skip to main content
Snertiofnæmi

Disperse blue mix 124/106

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Hér er um tvenns konar litarefni að ræða í sama ofnæmisprófinu. Annað kallast disperse blue 124 og hitt disperse blue 106. Þau eru bæði monoazolitarefni sem notuð eru til að lita textilefni og sellulósa. Þau er stundum að finna í pólýesterblússum, fóðri í klæðnaði og í sokkum og eru þau gjarnan notuð til að fá fram ríkulega dökka liti.

Disperse blue 124 er stundum notað til að litla undirföt, gallabuxur og einkennisbúninga á meðan disperse blue 106 er stundum notað til að lita rúmföt, sundföt og nælonsokka. Jafnvel þó um bláan lit sé að ræða sem er að finna í klæðnaði sem litaður er blár, kann disperse blue 106 einnig að finnast í öðrum dökkum litum eins og brúnum, svörtum, fjólubláum og jafnvel sumum grænum litum.

Krossofnæmissvarnir (allergic cross-reactions) milli þessara tveggja ofnæmisvaka virðast vera algengar þannig að hafi maður ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvakanum getur maður framkallað ofnæmið með því að koma í snertingu við hinn.

Alm. ráðleggingar: Forðist klæðnað sem er úr hreinum pólýester og acetate blöndum og sem er litaður blár eða með dökkum litum eins og brúnum, svörtum, fjólubláum eða grænum. Forðist nælonsokka sérlega með dökkum litum. Verið helst í fötum sem eru lausleg og úr náttúruefnum eins og silki, bómul og ull. Nýr fatnaður ætti að þvost nokkrum sinnum fyrir notkun. Skiptið út dökku fóðri í fatnaði fyrir ljóst ef unnt er. Ef illa gengur að finna föt gæti verið ráð að vera í síðerma, hvítum silkifatnaði undir þeim fatnaði sem valinn er. Levi Strauss gallabuxur nr. 501 eru sagðar framkalla sjaldan ofnæmi hjá þeim sem hafa ofnæmi fyrir þessum litum.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út