Skip to main content
HúðsjúkdómarLýtahúðlækningar

Húðflúr (tattoo)

Eftir febrúar 9, 2009Engar athugasemdir

Hvað er húðflúr?

Við húðflúrun er litarefni komið fyrir í húðinni en til er einnig að húðflúr verði til vegna aðskotahluta t.d. eftir slys. Oftast myndar litarefnið sýnilega mynd eða stafi. Sé litarefninu komið fyrir í húðþekjunni (epidermis) hverfur það á nokkrum dögum eða vikum þegar húðþekjan vex fram en sé því komið fyrir í leðurhúðinni (dermis) getur það orðið varanlegt. Hér verður fjallað um eyðingu húðflúrs í leðurhúðinni.

Hvað er til ráða?

Laserbrottnám

Lasermeðferð byggir á gjöf ljósgeisla inn í húðina sem viðkomandi litur í húðflúrinu dregur til sín. Við meðferðina brotna litaagnirnar niður í minni agnir sem eyðast síðan af átfrumum (macrophages). Meðferðin er endurtekin eins og þurfa þykir.

Við beitum laserum sem eru sérsniðnir eingöngu til brottnáms húðflúrs. Taka þeir ólíka liti og eiga það sameiginlegt að eyða vel húðflúrum með algjörri lágmarks áhættu örmyndunnar.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðarsvæðið er meðhöndlað með mismunandi laserum fyrir mismunandi liti í flúrinu sé það marglitað. Stundum reynist nauðsynlegt að skipta húðflúrinu upp í nokkur svæði þar sem eitt eða fleiri svæði eru tekin við hvert meðferðarskipti.

Yfirleitt fara lasermeðferðirnar fram án deyfingar en unnt er einnig að deyfa með staðdeyfilyfi sem borið er á húðina með kremi sem lokað er af með plasthimnu. Ekki er nauðsynlegt að vistast hjá okkur á meðan á deyfingu stendur en það er þó æskilegt. U.þ.b. 2 klst líða frá því að deyfikremið er sett á húðina þar til meðferð er gefin.

Meðferðin getur valdið vægum roða og örsjaldan yfirborðskenndum stökum mjög litlum sárum en þá þarf að halda húðinni þurri og hreinni þar til þau hafa gróið á nokkrum dögum. Eftir meðferð er stundum nauðsynlegt að nota sýkladrepandi krem. Forðast ber allt sólarljós á meðferðarsvæðin á meðan á meðferð stendur. Meðferðir eru yfirleitt með 4 – 6 vikna fresti þar til viðunandi árangur hefur náðst. Þess er að vænta að það þurfti u.þ.b. 5-10 meðferðir fyrir hvert meðferðasvæði.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma smám saman fram og eru endanleg.

Sjá einnig greinina:

Húðflúr

   

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út