Þetta efni er verksmiðjuframleitt (synthetic) vítamín E. Það er notað víða vegna þráavarnareiginleika sinna.

dl alpha tocopherol er stundum að finna í ýmsum snyrtivörum eins og kremum (m.a. í kringum augun), húðmjólk og hársnyrtivörum. Það er einnig stundum að finna í barnaþurrkum, varasalva, lyfjum til útvortis nota, t.d. til að drepa sveppi eða til að auka gróningu og minnka ör eftir skaða eins og bruna. Þetta efni er einnig stundum að finna í stungulyfjum t.d. til bólusetninga, vörum til raksturs, sápum, hreinsiefnum og sólarvarnarkremum.

Vegna þráavarnareiginleika sinna er dl alpha tocopherol stundum einnig að finna sem bætiefni (food additive) í matvælum eins og t.d. grænmetisolíum, hnetum og whole grains (sjá nánar um whole grains á http://www.wholegrainscouncil.org/). Slíkum bætiefnum í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. alpha tocopherol hefur E númerið 307 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.

dl alpha tocopherol hefur númerið 10191-41-0 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á http://www.cas.org/expertise/cascontent/registry/regsys.html .

dl alpha tocopherol gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

 • 2H-1-Benzopyran-6-ol, 3,4-dihydro-2,5,7,8 tetramethyl-2-((4R,8R)-4,8,12-trimethyltridecyl)-, acetate, (2R)-rel-)
 • All-rac-alpha-Tocopheryl acetate
 • Alpha-Tocopherol acetate
 • CCRIS 6054
 • DL-alphatocopherol
 • DL-alpha-Tocopherol acetate
 • DL-alpha-Tocopheryl acetate
 • Ephynal
 • EINECS 257-757-7
 • Syntopherol acetate
 • Tocopherol acetate
 • Tocopheryl linoleate
 • Tocopheryl nicotinate
 • Vitamin E acetate dl-form
 • (+-)-alpha-Tocopherol acetate

Af athygli getur verið grein um skylt efni:

Tocopheryl acetate